Steingeitin: Þú ert sterkasta tréð í skóginum

Elsku Steingeitin mín,

það er hægt að segja með sanni að þú sért sterkasta tréð í skóginum. En það getur stundum verið erfitt, því eina manneskjan sem þú getur ráðfært þig við þá ert þú sjálfur. Þú þolir ekki að neinu leyti að sýna á þér veikleikablett, því þú ert ekki sú manneskja sem vill vorkunn af neinu tagi.

Í þessu eru samt vissar veikleikahliðar og núna þarftu að gera meira af því að treysta, bæði að hlutirnir gangi upp og að treysta öðru fólki fyrir sjálfri þér, eitt hænuskref í einu. Þá muntu sjá að þú slakar meira á og það eru til fleiri en þú sem geta reddað málunum. Þeir sem eru þeirrar gæfu aðnjótandi að eiga maka eða vin, þurfa ekkert að óttast því þú passar þína.

Þú hefur það afl að geta stoppað slúður, lagað jafnvægi á vinnustað eða skóla og hjálpað öðrum til að ná rétti sínum fram. Og alveg eins og þú getur aðstoðað aðra, geturðu líka gert það við þína sál og þitt sjálf.

Annaðhvort hefur þér nýlega verið, eða verður, boðin stöðuhækkun í lífinu, hvað svo sem það merkir fyrir þig. Segðu bara já, þótt þér finnist það óþægilegt, því það þarf að þora til að skora.

Í tilfinninga- og ástamálum þarftu sérstaklega að hlúa að þeim sem þú elskar, gefa þeim skýr skilaboð um að þú elskir og ekki láta neinn þurfa að geta í eyðurnar með það.

Þú þarft að efla kraft þinn og orka gefur orku, eftir því sem þú gerir meira færðu meiri orku. Þér hefur fundist þú vera dálítið þreytt, en það eru eðlilegar útskýringar á því. Áramótin eru búin og þessi dásamlegi margliti tími sem tengir bæði ástina og styrkinn er að koma til þín eins örugglega og vorið.

Knús og kossar,

Sigga Kling

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál