Aprílspá Siggu Kling klikkar ekki

Sigga Kling er komin í vorskap!
Sigga Kling er komin í vorskap! mbl.is/Eggert Jóhannesson

Apríl er runninn upp í allri sinni dýrð. Páskarnir fram undan og lífið hefur upp á margt gott að bjóða eins og Sigga Kling bendir á í sinni funheitu stjörnuspá fyrir aprílmánuð.

Elsku Hrúturinn minn,

það er svo magnað og merkilegt við þig, að annaðhvort finnst þér allt of mikið að gera eða að gerast, eða þér finnst bara alls ekki nein hreyfing á lífinu.

Það getur stundum verið dálítið erfitt að toppa sjálfan sig, þegar allt hefur áður fyrr gengið svo skínandi vel og nóg af vinum og vandamönnum til að kætast með. Þú ert nefnilega með svo sterka örhugsun. Það kemur fyrir að þér fari fljótt að leiðast ef þú ert ekki mitt í hringiðunni sem þú varst í áður.

Farðu neðst á forsíðu mbl.is til þess að lesa spána í heild sinni. 

Elsku Nautið mitt,

það hefur verið svo mikið af alls kyns tilfinningum, bæði í hjarta þínu og hjá þeim sem þú elskar, en orðið tilfinning þýðir að finna til og ef maður finnur ekki til er maður dauður.

Góð Nautsvinkona mín var að passa barnabarnið sitt um daginn og tautaði við sjálfa sig: Hvar er lífið? Þá heyrði fimm ára barnabarn hennar þetta og svaraði: „Lífið er inni í þér.“ Og það er þetta sem þú þarft að sjá, að það sem þú getur vökvað og látið blómstra inni í þér, alveg sama hvaða aðstæður eru, þá býr hamingjan í sálu þinni.

Farðu neðst á forsíðu mbl.is til þess að lesa spána í heild sinni. 

Elsku Krabbinn minn,

þú ert svo öflugur að búa til margt og mikið úr litlu. Þú hefur stórhuga hugsanir og metnað, en getur tekið að þér of margt í einu og þá missirðu fókusinn. Einbeittu þér að því sem lætur þér líða vel, því það eina sem maður vill í þessu lífi er að líða vel. Þú nærð að skreyta dagana þína betur en þú nokkurn tímann bjóst við og finnur út að það er svo margt sem þú hefur að hlakka til.

Notaðu skýrari orð og segðu við fleiri ég elska þig, alla vega við tvo eða þrjá á dag. Þá finnurðu nefnilega þessa dásamlegu líðan sem þú átt svo sannarlega skilið. Þú átt eftir að meta svo margt miklu betur og með því kemur enn þá betri líðan. Þér hefur nefnilega verið gefin ofurnæm innsýn í mannssálina og skilur þess vegna fólk svo vel vegna þess þú hlustar og lest svo vel táknmál sálar annarra. Þú gæðir hversdagslífið skemmtilegheitum og hressir við og hrósar fólki eins og enginn sé morgundagurinn.

Farðu neðst á forsíðu mbl.is til þess að lesa spána í heild sinni. 

Elsku Tvíburinn minn,

þú ert að fara inn í mikla veislu í lífinu, ert spenntur fyrir svo mörgu en ert samt ekki alveg viss fyrir hverju. Þessi kraftur sem er að vakna til lífsins er eins og stórbrotna eldgosið sem flæðir hér um í öllum sínum krafti og litadýrð.

Barnabarnið mitt var að keyra með mér og ég benti henni á eldgosið og þá sagði hún: „Þetta er bara lítill Keilir, og ég veit að þeir verða vinir – Keilir stóri og Keilir litli.“ Og til þín vil ég sérstaklega benda á að núna er það vináttan sem gildir. Þú þarft að vera mjög meðvitaður um að gefa vinum þínum gott að borða, hvort sem það eru orð eða fallegar gjörðir til þeirra.

Farðu neðst á forsíðu mbl.is til þess að lesa spána í heild sinni. 

Elsku Ljónið mitt,

það sem er allra mikilvægast fyrir þig í stöðunni er að klára það sem þú byrjar á. Þau Ljón sem hafa þetta meginmarkmið í þessum lesnu orðum eru á hárréttri leið.

Ef þú ert að byrja á einhverju merkilegu eða jafnvel einhverju ómerkilegu, og það er þá bara hvað þér finnst skipta máli, þá er aðalmálið að klára það. Og þá finnurðu þessa innbyggðu hamingjuorku sem þú hefur svo mikið af. Að vera ánægð eða ánægður eftir dagsverk, sama hversu mikilvægt það er fyrir þér, gefur þér ró og góðan svefn.

Farðu neðst á forsíðu mbl.is til þess að lesa spána í heild sinni. 

Elsku Steingeitin mín,

þú ert búin að vera að takast á við ýmislegt í lífi þínu sem þú hefðir kosið að þú hefðir ekki þurft að gera. Hefur staðið sterk án þess að vilja það, en þessar flækjulykkjur sem hafa verið að krækjast fyrir þig er verið að losa um, svo ekkert festir þig niður.

Það er svo erfitt að stjórna þér elskan mín, svo þú notar það oft að fara í gír leikarans þegar þú ert að kljást við eitthvað sem þú bjóst ekki við. Það góða við þetta allt saman er að þú ert fljót að gleyma og apríl gefur þér töluna einn sem þýðir að þú ert að fara með opinn huga, hjarta og bros í þessa mánuði sem eru að birtast. Upphafið er í apríl að einhverju svo miklu betra og meira en þú skilur í augnablikinu. Spenna gæti hafa myndast í samböndum, ástar, vinnu eða vináttu, því það er ekki leikur einn að stjórna þér nema þú viljir það og leyfir.

Farðu neðst á forsíðu mbl.is til þess að lesa spána í heild sinni. 

Elsku Fiskurinn minn,

það er búið að vera svo alls konar í kringum þig og þú lætur enn lífið koma þér á óvart. En ef ekkert kemur manni á óvart, þá væri þessi bíómynd, lífið, nú aldeilis leiðinleg. Þú skalt breiða út faðminn á móti því sem er að gerast hjá þér, hafa engar áhyggjur af veraldlegu drasli því allt endurnýjar sig á árinu. Apríl og maí eru stórmerkilegir mánuðir fyrir þig, þú slítur gamlar og þreytandi tengingar við persónur og leikendur í kringum þig án þess að vera með nokkuð drama.

Þú breytir um stíl næstum því eins og óafvitandi og skoðar svo til hvers er ég að gera þetta eða til hvers er ég að gera hitt? Þú spáir svo mikið í hver útkoman verður og útkoman er að verða þér svo falleg, en þú sérð það ekki fyrr en í kringum fullt tungl í Sporðdreka sem er þann 27. apríl. Þetta verður þá upphafið að svo ótrúlega litríkum tímabilum sem munu skreyta líf þitt allt fram á haustið.

Farðu neðst á forsíðu mbl.is til þess að lesa spána í heild sinni. 

Elsku Vatnsberinn minn,

þótt þú hafir stundum þá tilfinningu að hlutirnir silist áfram ofurhægt og þú hafir ekki alveg gert það rétta þegar þú hafðir tækifæri til, þá um leið og þú viðurkennir það fyrir þér, seturðu allan þann kraft sem innra með þér býr til þess að standa upp og leiðrétta. Og algjörlega sýna að þú ert sannur stjórnandi í þínu lífi. Þú átt eftir að geta hagað orðum þínum svo hárrétt við þá sem þú vilt og þarft að hafa áhrif á að orðin smella inn í sál þeirra sem þú þarft að heilla.

Þú hefur svo margt í hendi þér sem getur haft áhrif á miklu fleiri en þú gerir þér grein fyrir. Þér er svo annt um að snerta hjörtu og í apríl muntu sýna að þú búir yfir hugrekki, krafti og auðmýkt. Og þú lætur ekki aðra sem eru að reyna að halda þér niðri hafa áhrif á þig.

Farðu neðst á forsíðu mbl.is til þess að lesa spána í heild sinni. 

Elsku Bogmaðurinn minn,

lífið þitt hefur verið eins og hvirfilvindar. Þú hugsar; núna er allt að fara að gerast eða núna gerist ekkert hugsarðu jafnvel daginn eftir. Því tímarnir fram undan hjá þér eru eins og sjórinn, annaðhvort er flóð eða fjara. Þegar þetta gerist þá ferðu að hugsa hratt og það er í eðli þínu að vera örhuga. Þú setur þig í gírinn til þess að sigla í gegnum allar öldur sem þér mæta, verður eins og stjarna á brimbretti og sannarlega elskar enginn brimbrettaáhugamaður lygnan sjó.

Þú stefnir á stóra hluti og nýtir þér tækifærin sem fáir eða engir aðrir sjá í kringum þig. Þú kallar til þín fólk, ferð á staði uppfullur af endorfíni og af gleði kappans sem stígur ölduna. Og þótt þér finnist fjármagnið ekki vera nóg til að gera þetta eða hitt, þá kemur það á síðustu metrunum og þú hugsar: „Ég vissi þetta!“ 

Farðu neðst á forsíðu mbl.is til þess að lesa spána í heild sinni. 

Elsku Sporðdrekinn minn,

þér á eftir að líka vel við þann tíma sem er að koma til þín. Þú átt eftir að sjá náttúruna, himininn og fólk í öðru ljósi en áður, þú munt hvíla stressið og leyfa þér að fljóta.

Þegar þetta gerist hjá þér vegna þess þú byrjar að treysta á að hnútarnir leysist án þess að þú höggvir á þá. Þú veist svo sannarlega innst inni í hvert þú stefnir og í þessu flæði hættirðu að óttast mistök og hefur miklu meiri trú á getu þinni en áður. Það er svo sterkt í eðli þínu að ná langt og þú munt ná miklu lengra en von þín og viska sögðu þér.

Farðu neðst á forsíðu mbl.is til þess að lesa spána í heild sinni. 

Elsku Vogin mín,

það þarf allt að vera í réttum gír til þess að þér finnist þú vera að ná árangri eða frama, hvaða skilning sem þú leggur í hvað frami þýðir fyrir þér. Það er svo algengt þú fáir móral yfir því sem þér finnst þú hafir svo sannarlega átt að gera en hefur ekki gefið þér tíma í. Lífið er að raðast upp hjá þér eins og dómínó, þú ert að ýta á réttan kubb og það allt fellur í rétta röð.

Ég átti samtal við einn vin minn í Voginni og hann er alltaf svo þakklátur fyrir að þurfa að borga háan virðisaukaskatt, því þá veit hann að hann hefur unnið vel. Svo hafðu engar áhyggjur af peningaflæði og borgaðu það sem þú getur af glöðu geði og það mun koma þér á óvart hvað hreyfingin af veraldlegum gæðum er upp á við.

Farðu neðst á forsíðu mbl.is til þess að lesa spána í heild sinni. 

Elsku Meyjan mín,

þetta tímabil sem þú ert að ganga í gegnum hefur mikla merkingu. Það sýnir þér ljósið og sýnir þér leið sem einfaldar þá hluti sem þú hélst væru erfiðastir. Það er nefnilega stundum þannig að við segjum við okkur sjálf að þegar þessi kafli er búinn í lífi mínu verð ég hamingjusöm. Þegar sá kafli er búinn byrjar bara næsti kafli og eitthvað nýtt eða annað að klást við. Svo segðu skipanir skýrt við hugsanir þínar að þú leysir þessi vandamál vel eins og öll önnur og lendir alltaf á báðum fótum.

Þú ert svo sannarlega það merki og sú týpa sem hefur níu líf og það sem hefur sett sig fyrir framan þig og stoppað þig, eru hraðahindranir með erfiðum hugsunum sem ekki eiga heima í heilanum þínum. Þess vegna virðist vera að hvert ár sem bætist við líftíma þinn, róar niður vitleysisraddirnar í hausnum og þér líður betur og betur.

Farðu neðst á forsíðu mbl.is til þess að lesa spána í heild sinni. 

mbl.is