Vogin: Hafðu engar áhyggjur af peningaflæði

Elsku Vogin mín,

það þarf allt að vera í réttum gír til þess að þér finnist þú vera að ná árangri eða frama, hvaða skilning sem þú leggur í hvað frami þýðir fyrir þér. Það er svo algengt þú fáir móral yfir því sem þér finnst þú hafir svo sannarlega átt að gera en hefur ekki gefið þér tíma í. Lífið er að raðast upp hjá þér eins og dómínó, þú ert að ýta á réttan kubb og það allt fellur í rétta röð.

Ég átti samtal við einn vin minn í Voginni og hann er alltaf svo þakklátur fyrir að þurfa að borga háan virðisaukaskatt, því þá veit hann að hann hefur unnið vel. Svo hafðu engar áhyggjur af peningaflæði og borgaðu það sem þú getur af glöðu geði og það mun koma þér á óvart hvað hreyfingin af veraldlegum gæðum er upp á við.

Lífið þitt hefur verið svo sterkt skipt í tímabil, eins og spennandi bók ætti að vera. Þú þolir alls ekki að hjakka í sama farinu og það fer þinni persónu afar illa. Ekki ýta á vitlausa tilfinningatakka, sérstaklega ef þú ert nú þegar í sambandi. Og þótt þú sért fallegur og einlægur daðrari, sem er mjög jákvætt, mundu þá að ef þú ferð of langt, þá gætirðu lent í bruna.

Veröldin er að vinna fyrir þig og er að færa þér gjafir, einhvers sem þú óskaðir þér fyrir langa löngu. Fagnaðu hverjum áfanga sem þú nærð og þeirri nýju og sérstöku upplifun sem er að blessa þig. Það hvarflar að þér þú saknir einhvers úr lífi þínu að þig langi til að gráta, en þá skaltu bara leyfa þér það því þá hverfur það frekar úr athygli þinni. Það er svo mikil ratvísi í sálu þinni að þótt þér finnist þú sért í völundarhúsi finnur þú lyktina alltaf auðveldlega að leiðinni út.

Knús og kossar,

Sigga Kling

mbl.is