Bogmaðurinn: Þú átt eftir að koma svo mörgu góðu í verk

Elsku Bogmaðurinn minn,

það á eftir að reyna svo mikið á styrk þin og úthald á þessu tímabili sem er að fæðast. Þú þarft hreinlega að ráðast á þau verkefni sem eru fyrir framan þig af heljarkrafti og muna að þú getur svo sannarlega spennt bogann þinn og sett sigurförina í hann. Þú munt skjóta beint í mark, hafðu ekkert hik á því, því vilji þinn leysir allt.

Þú átt eftir að koma svo mörgu í verk og fá góða útkomu í þeim prófum sem þú ert að fara í. En það er ekkert frí fram undan elsku Bogmaðurinn minn, heldur fádæma skemmtileg og sterk verkefni sem þú finnur bæði lausn og leiðir á. Þú einfaldar allt svo miklu betur og svo fallega að þú trúir eiginlega ekki þínum eigin augum að þetta gangi allt svo vel upp. Þú tekur merka ákvörðun varðandi haustið. Þú undirbýrð annaðhvort plan eða sækir um eitthvað og gerir eitthvað svo skemmtilega bíómynd sem þú færð Óskarinn fyrir að vera leikstjórinn að.

Þú munt ekki bíða eftir því að eitthvað gerist eða að einhver geri hlutina fyrir þig. Þú munt rífa þig upp og koma því sem þú vilt að gerist áleiðis og þú munt gera það sjálfur. Þá kemur líka stoltið af því að þú veist svo sannarlega að það er meira í þig spunnið en þú hefur hugmynd um.

Núna er frekar tíminn til að byggja upp ástina, alls ekki brjóta hana. Og ef þú ert á lausu skaltu skoða það vel og vandlega hvaða kosti þú vilt að sá hafi sem fær að halda utan um hjarta þitt. Hver ætti að vera móðir eða faðir barnsins þíns og hvernig þið gætuð unnið vel saman. Hugarhrifning af einhverri persónu sem er í tómri vitleysu hentar þér ekki í fimm mínútur, svo láttu freistingar sem eitra huga þinn alveg eiga sig, þú hefur engan tíma fyrir slíkt.

Knús og kossar,

Sigga Kling

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál