Krabbinn: Leyfðu þér að flæða í hugsunum

Elsku Krabbinn minn,

það er svo sannarlega yfir þér að þora að taka áhættu. Þú ert á þeim leiðangri að finna til sjálfstæðis með þínar skoðanir og að leyfa þér að flakka með það sem þú vilt, óhindrað og óhikað.

Það er svo magnað að þegar þú og fleiri senda hugsun út í veröldina og uppsprettu alls, þá mætir þér einhvern tímann seinna aflið sem hún hefur. Þegar ég var ung eða yngri hugsaði ég að mig langaði að hitta Völvu Vikunnar, því mér fannst hún svo ótrúlega spennandi. Svo fimmtán árum seinna varð ég sjálf Völva Vikunnar og þekkti sjálfa mig greinilega ágætlega. Guðni Th. skrifaði bók um alla forseta Íslands og setti jafnvel óvart út hugsun um að þetta væri skemmtilegt starf, og varð að sjálfsögðu forseti. Annað gott dæmi er Katherine Zeta Jones sem sagði þegar hún var sjö ára að hún ætlaði að giftast Michael Douglas, og það gerðist svo sannarlega.

Leyfðu þér að flæða í hugsunum án þess að setja athyglina of mikið á það sem þú vilt að komi, því þú ert í svo miklu flæði að fá óvæntar óskir uppfylltar. Þegar þú skilur og sérð að þetta er að gerast skaltu fagna. Það er nefnilega svo mikilvægur kraftur að fagna, bæði því litla og stóra, því þá færðu meira af því.  

Þetta verður friðsamur tími, en jafnframt svo sterkur því þú mótar sjálfan þig svo skýrt. Þú skapar þig nefnilega sjálfur og þar af leiðandi þarftu að hugsa um hvernig þú myndir skapa fyrirtæki. Fyrirtæki þarf að hafa markmið, góðar undirstöður og velvild annarra. Þú átt eftir að gefa þér svo sterkan tíma til að endurskapa svo margt hjá sjálfum þér og í sálinni þinni og finnur þar af leiðandi sterkar tilfinningar, tengdar ástinni, vináttunni og lífinu. Ástin verður auðveld og engin dramatík bankar á þína hurð (sem er sérstakt).

Knús og kossar,

Sigga Kling

mbl.is