Meyjan: Þú þarft að vera meiri Pollýanna

Elsku Meyjan mín,

það er svo bjartur og tær tími sem þú ert að fara inn í. Skynjun þín á svo mörgu er svo öflug  og þar af leiðandi geturðu verið óvenjulega pirruð yfir áreiti, til dæmis hávaða, sjónvarpi eða of mikilli símanotkun. Því að þegar svona birta lýsir beint í gegnum líkama þinn, þá þarftu að vera eins ómenguð og þú getur mögulega gefið þér.

Ef þér finnst þú vera lítil í þér, hrædd eða kvíðin, þá er það bara vegna þess að þú leyfir þessari birtu ekki að skína. Tilfinning þýðir að finna til, hvort sem það er ótti, gleði eða höfnun á sjálfum sér eða öðrum. Þú þarft að tileinka þér svona Pollýönnu, lesa bókina eða hlusta á hana og taka Pollýönnu á þau vandamál sem þér finnst vera að áreita þig. Þá finnurðu friðinn, birtuna og lífsgleðina, því hún á heima í andanum þínum.

Þó að margir segi að Meyjan sé Excel getur það vel verið rétt. En það býr svo mikill sköpunarkraftur í þér og núna er tíminn sem þú átt eftir að sjá þann kraft dafna. Það eru svo margir að hrósa þér fyrir ýmislegt sem þér finnst ekkert sérstakt, hlustaðu meira og rifjaðu upp hvað aðrir hafa sagt. Því það er svo skrýtið að það er stundum eins og maður þekki ekki sjálfan sig en skynji betur þá sem eru í kring. Þess vegna þarftu að skilja hjartað mitt að þeir sem eru í kringum þig og segja í hverju þú ert góð að veita því athygli og hlusta. Þegar þú veitir einhverju athygli sérðu það í skýrara ljósi. Það verða ekki stórar breytingar í kringum þig, en það verður lagfæring og leiðrétting á svo mörgu sem þú hefur ekki skilið nógu vel. Hamingjan býr heima hjá þér, þú þarft ekki að leita lengra.

Knús og kossar,

Sigga Kling

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál