Vatnsberinn: Þú gerir heiminn betri og litríkari

Elsku Vatnsberinn minn,

það er búið að vera svo mikið að gerast í kringum þig, sumt hefur verið algjör sigur og annað ekki. En um 80% af heilanum einblínir á það sem ekki gekk upp því það er sterkari orka. En skiptu bara um gír því þú getur útilokað hugsanir og þú hefur kraftinn til þess. Þú þarft bara að æfa þig; í hvert sinn sem þú einblínir á það sem þér finnst erfitt skaltu skipta um stöð í heilabúinu og setja eitthvað annað og jákvæðara inn. Þegar þú sérð og upplifir hversu auðvelt þetta er, þá fyrst hefurðu ríka stjórn á velgengni þinni. Að því sögðu þarftu að vita það inn að hjartarótum að þú átt skilið hið góða líf og ef þér líður illa lengi, þá ertu ekki á réttum stað.

Þú hefur svo góðar hugmyndir til þess að breyta aðstæðum og heppni mun fylgja í kjölfarið. Þegar þú færð þá tilfinningu að þú sért heppinn, skaltu þrýsta henni inn í minni þitt, því þá blasa við þér enn þá meiri og sérkennilegri hlutir sem eru þér í hag.

Þetta hafa verið svo sérstakir tímar og þú hefur svo sannarlega nýtt þá vel og núna sérðu að þú getur hvílt þig. Steinhættu svo að hafa nokkuð samviskubit yfir því að hugsa um að þú hafir ekki notað tímann þinn nógu vel og að gagnrýna þig fyrir allt mögulegt. Því þetta bítur bara þitt líf og þú ert ekkert annað en þitt eigið líf.

Krafturinn hjá þér verður í því að þú átt eftir að vera svo fallegur í samræðum við alla, alveg sama hvort þú sért í stuði til þess eða ekki. Vandaðu þig svo sérlega þegar þú talar við þá sem þér finnst þú „hafa leyfi“ til að pirrast við, eins og til dæmis við mömmu þína. Horfðu upp og horfðu fram á veginn, sama hvað dynur á, því þú ert fyrirmyndin, þótt það verði dálítil öfund í kringum þig.

Merkilegustu mannverurnar á þessari Jörð eru Vatnsberar, því þið gerið heiminn einfaldlega miklu betri og litríkari. Þú getur spunnið fallegan vef í kringum ástina, hvort sem þú hefur hana eða ert að óska eftir henni, en vertu bara þolinmóður.

Knús og kossar,

Sigga Kling

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál