Hrúturinn: Breytingarnar munu efla þig þúsundfalt

Elsku Hrúturinn minn,

eins yndislegur og frábær og þú getur verið, þá áttu það til að vera hefnigjarn og útiloka manneskjur úr lífi þínu ef þér geðjast ekki að einhverjum. Ef þú ert í viðskiptum eða verkefnum sem snúa að því að þú þurfir að hafa heildina í lagi, þá þarft þú að brjóta odd af oflæti þínu. Því það verður að vera alveg skýrt að til þess að þú njótir þín, þá þarftu að finna leiðir, orð eða athafnir til þess að aðrir njóti sín og líði vel.

Alveg sama hvaða stöðu þú gegnir, þá ert þú mikilmenni og þarft að sýna mikilmennsku þína með því hvernig þú ætlar að fara með þér minni menn. Svo teldu upp að þrjátíu áður en þú gerir eitthvað sem þú gætir séð eftir. Það er viss óróleiki eða órói sem getur verið að pirra þig, en þú ert alveg nógu sterkur til að láta það eins og vind um eyrun þjóta. Nú er sumarið að blasa við þér og þú ert eina merkið sem er svo mikilvægt fyrir að plana sumarið. Þú þolir svo illa að vera í engu og að lífið sé ekki að hreyfast í kringum þig, því þú hefur svo gaman af að því að vinna og átt erfitt með að sleppa tökunum til að taka þér frí.

Þetta verður æðislegt sumar og þú upplifir kyrrðina í sálinni þinni. Það eru margir Hrútar sem eru annaðhvort búnir að flytja eða eru að hugsa um það. Og öll breyting sem á eftir að eiga sér stað, mun efla þig þúsundfalt. Sumir vilja ekki að neitt breytist, lífið sé auðvelt og að ekkert gerist, en þá verður sú ævisaga ekki metsölubók. Þú átt þér trygga aðdáendur sem víkja ekki frá þér og ef þú veist hvaða skref þú ætlar að taka núna í lífinu, þá munu þeir hjálpa þér 100%, því þú hefur einstakt hjartalag.

Knús og kossar,

Sigga Kling

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál