Krabbinn: Þú ert snillingur

Elsku Krabbinn minn,

þú ert búinn að sýna það og sanna þú sért snillingur í svo mörgu. Og þó þú fáir ekki það þakklæti eða virðingu sem þér finnst aðrir eigi að sýna þér, skaltu láta þér fátt um það finnast eða bara vera alveg sama.

Þú ert búinn að byggja undir þig miklu meiri stöðugleika en þú í raun og veru finnur í hjarta þínu. Sýndu því bara þolimæði og kærleika, það er það eina sem þú þarft að gera í stöðunni. Það er margt að breytast hjá þér, þær tengingar eru í sambandi við verkefni og vinnu og þú styrkir upp hluti sem þú samt bjóst ekki við að yrðu aðalaltriðin.

Ástin er mikilvæg, en þú getur verið dálítið andlaus gagnvart henni. Ef þú ert á lausu hjartað mitt, vertu þá opinn fyrir ástinni, þótt þú getur ekki stjórnað henni. Hún kemur til þín sem orka sem er óendanleg, þó ekki sé hægt að segja hve lengi hún dvelji. Taktu áhættu og njóttu augnabliksins sem þér er gefið. Ekki leita eftir sömu týpunni sem þú hefur verið með, því þær eru greinilega alveg ómögulegar.

Þú ferð víða þótt þú farir ekki endilega langt og lendir í lukkupottinum í sambandi við framabraut. Þú ert svo sannarlega áhrifavaldur annarra, en veldu þína áhangendur vandlega því fólkið í kringum þig gefur þér styrk og mun efla þig til frekari dáða. Þó þér finnist það sé stífla inni í þér og þú náir ekki að hafa vald á gleðinni eins og þú vilt, þá get ég svo sannarlega sagt þér að þú ert stíflueyðir og þú gerir það svo fallega að eftir verður tekið. Tunglið er þín örlagastjarna svo skoðaðu sérstaklega vel þegar tunglið er í fyllingu, þá getur verið straumur af ójafnvægi. Þetta er  samt ekkert í tengingu við það sem er búið að vera að gerast. Leyfðu þér bara að vera og fljóta, þá er þetta besta sumarið sem þú hefur upplifað lengi.

Knús og kossar,

Sigga Kling

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál