Ljónið: Þú hefur næmt auga fyrir fegurð          

Elsku Ljónið mitt,

þú ert barn sólarinnar. Þú hefur sterka skynjun á fegurð og á öllu því sem listænt er í heiminum. Það er óvenjulega sterk heppni í kortunum þínum á næstunni. Þú verður bjartsýnni og sterkari en þú hefur verið síðustu mánuði og lífsgleðin mun rölta með þér hvert sem þú ferð.

Hins vegar ertu ekki nógu góður mannþekkjari svo þú skalt fá lánaða dómgreind annarra í sambandi við það fólk sem þú leggur of mikið traust til og sem á það ekki skilið. Þú átt það til að vera of hrekklaus vegna þess að þú ert góðmenni og skilur ekki að aðrir geta verið svo illa innréttaðir.

Skiptu þér ekki af annarra manna vandamálum eða veseni, forðastu það eins og heitan eldinn, því það gæti fellt þig. Það er nóg af drama í kringum þig án þess þú flækist inn í annarra manna vandamál. Forgangsraðaðu því þennan dásamlega tíma sem þú ert að fara inn í og gefðu hann til þeirra sem þú elskar mest. 

Þar sem þú ert undir miklum krafti til framkvæmda, gætirðu spurt þig þeirrar spurningar, hvað þú myndir vilja gera áður en þú deyrð? Settu það niður á pappír og ótrúlegustu leiðir munu fleyta þér áfram til að draumar þínir geti ræst. Þér finnst þú vera á krossgötum, en það þýðir einfaldlega bara að vegir liggja til allra átta. Svo taktu þig taki og læknaðu þig af vanafestunnni, það orð þýðir að þú festir þig í vananum, afskaplega leiðinlegt orð sem það er nú.

Það skiptir kannski ekki öllu máli hver þú ert, heldur skiptir mun meira máli hvert þú ætlar og ert að fara, þetta á sterklega við um ástina. Það er algjörlega undir þér komið hvernig þér líður í ástinni, þú þarft bara að leggja þig meira fram ef hún er að þreyta þig. En ef þú ert á lausu, þá hefurðu útgeislun sólarinnar sem er sérlega sterk á þessu blessaða landi. Þú verður að nenna ástinni, þá nennir hún þér.

Knús og kossar,

Sigga Kling

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál