Meyjan: Ástin mun banka upp á á hárréttum tíma

Elsku Meyjan mín,

með þína mælsku og innsæi nærir þú allann þann lífsþrótt og hvatvísi sem þú hefur. Merkúr hefur gríðarleg áhrif á þig og gerir þig svo fjölhæfa og eflir þig svo sannarlega í litríkum og notadrjúgum gáfum. Þú hefur þann sérstaka hæfileika að geta fengið annað fólk á þitt band og ert afburða manneskja á sviði lærdóms og stjórnmála.

Það er ekki alltaf gott að vera með mikið af hæfileikum því það ruglar þig í raun og veru í því hvað þú vilt og getur. Sem dæmi þá verðurðu eins og manneskjan sem er klár á skíðum og sérstaklega góð í svigi. Þú getur því sveigt framhjá hvaða vandamáli sem er og þó það væri snjófljóð í vegi þínum kæmistu léttilega framhjá því núna. Þú ert svo fljót að hugsa og reikna út hvað er næst í stöðunni að maður gæti jafnvel ímyndað sér þú værir spámaður. Trúðu að ekkert sé of stórt til að yfirstíga það; því ef þig vantar vængi, færðu þá og ef þig vantar rætur, þá færðu þær.

Þú finnur út leiðir til að skapa það fé sem vantar ef svo ber undir, og heillar þá til þín sem þú þráir eða þarfnast með hugsuninni einni saman. Og láttu ekki glepjast af leiða, því hann er ímyndun. Í hvert skipti sem kvíði grípur þig, stattu þá upp og gerðu eitthvað allt annað en þú varst að gera.

Þú verður ánægð með hrós og einlægni fólksins sem skiptir þig mestu máli í lífinu og þú hefur lært að láta það sem vind um eyrun þjóta þegar leiðindapésum vantar athygli og leiðindi. Elskaðu sjálfa þig fyrst og fremst, þá bankar ástin á hárréttum tíma ef þú vilt það.

Knús og kossar,

Sigga Kling

mbl.is

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

lýtalæknir svarar spurningum lesenda

Sigga Dögg kynfræðingur Betra kynlífs svarar spurningum lesenda.

félags- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

svarar spurningum lesenda