Steingeitin: Þú þorir að framkvæma

Elsku Steingeitin mín, 

það er svo sannnarlega hægt að segja þú sért að fara í allskonar tímabil; tími sem er eins og blómvöndur í öllum mögulegum litum. Það gengur betur miklu betur í fjármálaunum en þú hefðir vonað. Svo þú getur þar af leiðandi leyft þér meira en þú bjóst við.

Þú leyfir karakternum þínum blómstra og hættir að vera í þessu lífsleikriti bara til að þóknast öðrum. Þú þorir að framkvæma það sem þig langar til á öðruvísi og innilegri máta, þér í hag. Það er ástríðufull orka í kringum þig og ef þú átt maka þá þarftu að muna að þið þurfið líka að leika ykkur eins og þið væruð nýtrúlofuð. Farðu í huganum tilbaka til þess tíma þegar þú varst nýbúin að hitta maka þinn og tilbúin að gera allt sem í þínu valdi stóð til að elska og halda honum. Í ástinni er orðið fyrirgefðu jafn mikilvægt og að segja ég elska þig. Hver dagur gefur þér ný tækifæri og jafnvel getum við sagt að þegar þú vaknar fáir þú nýtt líf og ný tækifæri.

Daður, draumórar og væntingar fyrir þá sem sem eru lausir og liðugir (eða stirðir) verða að veruleika. Vertu tilbúinn að taka því sem þér býðst, því þú baðst um það. Það sagði mér kona í gær frá sögu þar sem hún var á áramótabrennu. Þar átti fólk að skrifa niður óskir sínar og setja á bálið. Hún skrifaði á bréfið að hún vildi vera gift kona og bað góðan guð um það. Hún hafði verið gift áður og hennar heitasta ósk var að giftast aftur. Þetta haust hitti hún mann sem hún hafði séð mörgum áður áður og klukkan 11.48 á þessum síðasta degi ársins 2012 bað hann hennar og hún sagði já.

Þú ert búin að vera undir áhrifum Venusar, svo leyfðu þér að trúa og treysta og ganga skrefinu lengra í ástinni. Satúrnus er ríkjandi pláneta þín, sem setur vissan aga og erfiðleika yfir þig, en sýnir þér líka þú hefur vissan keppnisanda. Og þegar þú hækkar sjálfsálit þitt, þá yfirstígur þú allar hindranir og nærð stærra takmarki en þú óraðir fyrir.

Knús og kossar,

Sigga Kling

mbl.is