Vatnsberinn: Þú þarft að vera spontant í þessum tíma

Elsku Vatnsberinn minn,

það er alveg sama þó þú hafir áhyggjur af hinu eeða þessu, er að það eina sem það færir þér er þreyta. Engar lausnir getur þú fundið þegar þú ert áhyggjufullur, því í þeirri orku felast engin svör. Þeir sem eru fyrstir að kveikja eldana eru frumkvöðlar og í þér býr sá eldhugi. Þú þarft að klára allt sem þú hefur byrjað á, og reyndu að passa þig á því að byrja ekki á of mörgu, því það dregur líka úr mætti þínum. Þú þarft að vera spontant í þessum tíma sem þú ert að fara inn í og ekki undirbúa þig of mikið undir þau verkefni sem þér verða færð. Heldur skaltu vita þegar þú stendur frammi fyrir því, þá færðu réttu orðin og rétta kraftinn.

Láttu alls ekki þá sem fara í taugarrnar á þér sjá hvaða líðan þú hefu og af öllu því sem þú hræðist eru svipbrigðin þín merkilegust, því lífið er bara bíómynd og þú ert að sjálfsögðu aðalleikarinn.

Ef þér finnst þú sért að leita að hinni sönnu hamingju, þá er hún einfaldlega þannig að sá sem hugsar skemmtilegustu hugsanirnar verður hamingjusamur. Þú hefur alltaf verið gjafmildur, en ef þér finnst þú sért hættur að gefa af þér, þá byrjar andi þinn að deyja. Allt er þetta tengt tilfinningum, sem þýðir að finna til, en þegar maður hættir að finna til nokkurs, er maður heldur ekki lifandi.

Það getur enginn sært þig nema með þínu samþykki og þó þú hittir manneskju sem er boðberi illra tíðinda að einhver hafi sagt þetta eða hitt um þig, þá er það ekki vinátta, heldur sá sem  slúðrar. Og þetta er fullkomlega þinn hárrétti tími til að halda áfram eins bjartur og hlýr og þú ert og skoða þá sigra sem þú hefur persónulega gert, óháð annarra vitleysu.

Ástin getur verið svolítið á flögri, þú ert handviss eitt augnablik hún sé til staðar, og hið næsta húnn sé bara hindrun. Sönn ást býr í því að þú viljir gera meira fyrir manneskjuna í hjarta þínuu eða þú þráir, en nokkurntímann fyrir sjálfan þig. Haltu áfram með krafti, því í þér býr kóngur eða drottnning.

Knús og kossar,

Sigga Kling

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál