Sporðdrekinn: Getur tekist á við allt

Elsku Sporðdrekinn minn, þar sem er vilji er vegur. Og með viljann að vopni og vitneskju um að þú getir tekist á við allt sem mætir þér verður leiðin auðveld. Þú finnur út hvernig þú getur haft ótrúlegasta fólk með þér í liði. Án þess að þú þaggir niður í þínum eigin skoðunum.

Þú finnur hvað þú verður einbeittari og hugur þinn sér allt í skýrara ljósi. Þú hendir burt af lífsvegi þínum smásmugulegu fólki sem gerir ekki annað en að japla á neikvæðni daginn út og daginn inn. Það er líka alltaf hollt að taka inn nýja vini og stækka tengslanetið sitt, því þá lærir þú meira og þú átt að gefa nýju fólki séns.

Þú getur verið of einstrengingslegur og þrjóskur, svo skoðaðu sjálfur hvað þér finnst um manneskjuna og ekki láta álit annarra hafa áhrif á þitt val. Því það kallast að fordæma, eða það að dæma aðra fyrirfram. Þegar þú opnar fyrir þessa orku þá færðu svo mikla hjálp að þú munt ekki trúa því.

Samvinna og auðmýkt hjálpar þér svo sannarlega áfram, því að margar hendur vinna létt verk. Ef þú gefur þér tíma og leyfir þér að geisla eins og þú svo sannarlega getur, þá eru næstu mánuðir sérstaklega hannaðir fyrir þig. Því að Venus, pláneta ástarinnar, er þín og næstu tveir mánuðir mynda þennan sterka orkuhjúp í kringum þig.

Þú getur orðið fyrir vonbrigðum, en þá er alheimsvitundin bara að vísa þér aðra leið, sem er betri. Þess vegna þarftu á köflum að sleppa alveg stjórninni og að treysta því að draumar þínir verði að veruleika, það er svarið.

Það kemur sterkur og merkilegur kafli í lífi þínu þegar líða tekur á þennan mánuð og sá tími mun hafa áhrif á hvernig þú framkvæmir og gerir hlutina, hvort sem þú vilt það eða ekki. Ég dreg eina setningu úr spilunum mínum og þar stendur: „Þú færð allt sem þú vilt á silfurfati.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál