Steingeitin: Með hjarta úr gulli

Elsku Steingeitin mín, það er alveg hægt að segja þú gangir hinn gullna meðalveg, þó það sé alveg eins hægt að segja að þú hafir orðið undarlegum aðstæðum að bráð. Þú hefur hjarta úr gulli en hefur átt erfitt með að treysta öðrum og þú sýnir ávallt mikið sjálfsöryggi hvort sem þú hefur það eður ei.

Þú hefur það ríkt í hjarta þínu að heillast af mörgu sem getur boðið hættunni heim, hvort sem það eru íþróttir eða að ögra lífinu eða aðstæðum. Þú ert kletturinn í lífi svo margra, en hver er kletturinn þinn? Skrifaðu niður þrjú eða fjögur nöfn sem koma upp í huga þinn, það er þitt fólk. Og svo ert þú líka þinn eigin klettur því þú pískar þig áfram sama hvað á dynur.

Þú átt erfitt með að ljúga, en gerir það vel ef þú þarft nauðsynlega. Þú hefur einstaka orku til þess að sannfæra aðra um þinn sannleika. Þú átt eftir að vera á réttum stað og á réttum tíma og enginn er eins fær um að halda sér gangandi og stundum er ekki einu sinni eins og þú þurfir að hlaða batteríin, sem gerir þig nánast ómennska.

Og þegar þú leyfir þér leti, sem er líka sexý, þá finnur þú út hver getur komið með matinn til þín, eða reddað bílnum þínum. Því þú hefur kænsku til þess að geta stjórnað og allir vilja einhvern veginn redda þér.

Á móti gefurðu allt sem þú getur fyrir vini þína og fjölskyldu. Það er ríkt í þér að finna sannleikann, en ekki leita að honum því þú færð að vita allt sem þig vantar að vita þegar sá tími kemur. Þú ræðst í verkefni eða einhverja starfsemi sem snýr að því að hjálpa fólki. Og þar er svo sannarlega metnaður þinn sterkastur, því að óréttlæti er eitur í þínum beinum. Steinninn þinn er granít og það er skemmtilegt að segja frá því að hans tákn stendur fyrir stöðugleika og sannleika.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál