Vatnsberinn: Varðveittu ástina

Elsku Vatnsberinn minn, mikið áttu eftir að upplifa ótrúlegustu aðstæður sem eru allar komnar til þess að gera þig sterkari. Það getur stuðað þig aðeins að þú sért ekki 100% viss um að þú sért ekki að gera rétt. En þú átt aldrei að vera hundrað prósent viss um neitt, heldur áttu að fylgja tilfinningunni. Þegar þú færð góða tilfinningu fyrir því sem þú hefur fyrir stafni ertu á góðri leið. Þegar þér líður eins og þú sért með heila blokk á bakinu er það svo sannarlega ekki það sem þú átt að gera.

Það er misjafnt hversu miklu maður þarf að fórna til að halda á öðrum, og það fer þér ekki að vera fórnarlamb. Í hvert skipti sem þú vaknar færðu nýtt líf og nýja möguleika. En það er alltaf afstaða þín til vandamálanna sem getur teppt huga þinn, ekki vandamálin sjálf.
Þér verður boðið upp á margt sem tengist fjölbreytileika þennan mánuðinn. Gefðu þér tíma til þess að taka þátt í því og notaðu falleg orð um tímann þinn. Ekki segja að þú eyðir tímanum eða að þú hafir aldrei tíma, því orð eru álög.

Ástin er þér svo mikilvæg þér, svo varðveittu hana. Og andlega hliðin þín fyllist af þeirri næringu sem þú þarft til þess að halda áfram teinréttur í baki. Með gleðina í annarri hendi og ástina í hinni. Og skoðaðu þá vel þína tilfinningu, hvað er gleði og hvað er ást? Því þá gerist allt í réttri röð og allt andstreymi gerir þig sterkari. Þess vegna er svo mikilvægt að þakka líka fyrir það sem hefur verið erfitt, til þess að þú losir þig frá því.

Ef þú undirbýrð þig vel og skiptir niður verkum, þá stoppar þig enginn. Það eru merk tímamót hjá þér í kringum 20. september og þú ert undir töfrandi blessun frá alheimsvitundinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál