Meyjan: Nýttu þrjóskuna

Elsku Meyjan mín, það eru á leiðinni til þín svo góðar fréttir sem hjálpa þér áfram í því sem þú ert að díla við. Sannleikurinn vinnur með þér og hjálp berst úr óvæntri átt. Það er manneskja að pirra þig sem er oft nálægt þér. Ímyndaðu þér fjóra kosti hennar (hún hlýtur að hafa einhverja) og hugsaðu um þá og þá gengur þér betur í samskiptunum.

Þú ert góð og heillandi persóna og vilt svo sannarlega standa við allar skuldbindingar. Það finnast leiðir þótt þér finnist vera einhver seinkun á málinu. Þú hefur svo mikla samskiptahæfileika, notaðu þá óspart og steinhættu að nöldra, bæði í sjálfri þér og öðrum.

Þú kemur alltaf svo vel fyrir og hefur eðlislægan þokka, svo fólk langar að hafa þig í partýinu. Það er líka í þig innrætt að veita því fólki athygli sem er venjulega hundsað eða hafnað af öðrum. Þegar fram í sækir sérðu að þú varst að gera 100% rétt. Þú ert eins og listamaður, hefur þann dulda hæfileika að breyta myrkustu aðstæðum í algera andstæðu sína. Erfiðleikana sem þú hefur upplifað muntu nota sem góða reynslu og þroskast og dafna. Þú nýtur mikillar ástar, en oft áttu það til að finnast erfitt að taka á móti henni. September og október tákna upphaf og þá er líka það að eitthvað er að fara til fortíðarinnar. Þú skalt nota þá þrjósku sem í þér býr, til þess að láta ekki segja þér fyrir verkum eitthvað sem þú vilt ekki gera. Því þú veist svo sterkt muninn á réttu og röngu og yrðir góður sálfræðingur fyrir aðra. Svo notaðu sömu tækni á sjálfa þig.

Ég dreg fyrir þig tvö spil, annað spilin hefur töluna þrjá og mynd af manneskju sem upplifir hjartasár og missi úr fortíðinni. En taktu mark á mér, það er reynsla sem þú þarft að hafa. Síðan er spil sem hefur töluna 20 og þar er mynd af vog og skilaboðin eru: Þú þarft að taka ákvörðun, velja eða hafna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál