Tvíburinn: Klæddu þig litríkt

Elsku Tvíburinn minn, þú hefur þessa yndislega eðlislægu forvitni og finnst gaman að spá og spekúlera í svo ofboðslega mörgu. Það er viss spámannsorka yfir þér og þínu merki, svo sálin er að senda huga þínum eins konar vitrun. Þú finnur það af öllu afli hvernig þú ferð léttilega í gegnum þá snjóskafla sem pirra þig.

Það er ekki í eðli þínu að vera manneskja myrkursins né kuldans og vegna þess munu merkilega margir búa sig undir að ferðast þangað sem sólin skín eða finna lausn til þess að breyta heimili eða þeim stað sem þú ert eða ferð á í bjartari upplifun.

Ef þú ert þreyttur er það ekki út af vinnu, skóla eða því sem þú ert að gera, heldur finnst þér ekki nógu mikið fjör. Hentu þér út í hringiðuna og ákveddu sjálfur að hafa ekki dauðan punkt, því bara með því að ákveða það hækkar orkusvið þitt og þá færðu það sem þig vantar til þín.

Klæddu þig litríkt þótt þig langi það ekki og hristu þig til þegar þú vaknar og hafðu þig til. Því ef einhver er smart, þá ert það þú og lífið er líka of stutt til að vera í leiðinlegum fötum.
Láttu það ekki rugla þig þótt þú fáir tilboð og jafnvel af ýmsum toga, tengt ástinni eða því sem þú ert að gera. Því þótt þú sért forvitinn og spenntur skaltu ekki leitast við að brenna þig. Það býr í þér svo mögnuð ævintýramanneskja að þér fer ekki grár hversdagsleikinn. Þú getur þar af leiðandi fengið þráhyggju gagnvart einhverju sem þú átt alls ekki að óska eftir inn í líf þitt. Þetta getur verið tengt svo mörgu og það besta er fyrir þig að læra að það að skipta um skoðun er algjörlega leyfilegt, sérstaklega núna.

Skoðaðu vel að þegar þér hefur fundist allt vera að fara svo illa og ekkert að ganga, þá eru bestu breytingarnar að koma til þín. Og þú verður svo skoppandi ánægður yfir lífsmynstrinu þínu, sérstaklega upp úr 18. október því það er eitthvað stórkostlegt að berast þér í hendur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál