Bogmaðurinn: Þú ert mátturinn og dýrðin

Elsku Bogmaðurinn minn, þú hinn dásamlega heppni og ótrúlega dýrðlegi persónuleiki. Þú ert svo gefandi sem er að hluta til vegna þess að sú yndislega pláneta Júpíter tengir við gott gengi og gefur þér vernd. Ef þú skynjar óheppni og tapar einhverju sökum fljótfærni eða hvatvísi, þá færðu bara upp í hendurnar eitthvað annað og betra í staðinn.

Þú ert að fá meiri og stærri gjafir út þetta ár en þú hefur þorað að vona. Þannig að útkoman virðist alltaf verða betri en þér getur dottið í hug. Það er hreinlega staðreynd að það er miklu meiri kraftur færður þér en hinum ellefu merkjunum, því þetta er sterkasta plánetan.
Svo að þú getur farið miklu lengra heldur en aðrir, en getur átt það til að skyggja á aðra, yfirleitt samt bara á góðan hátt.

Þú skynjar þörf til að breyta og bæta, jafnvel að flytja eða fríska upp þann stað sem þú býrð á. Þú ert svo sannarlega líklegasta merkið til þess að búa erlendis eða að vera mikið á flakkinu. Það verður ekki dauður tími hjá þér næstu mánuði og þú hefur yfirhöndina í flestu. Hvort sem það tengist því að þú sért að efla ást eða að afla þér tekna.

Þú verður mjög skýr með það hvernig þú ætlar að láta þína innstu drauma rætast, og það er alveg sama hvort þér finnist það líti ekki nógu vel í augnablikinu, því þá breytast aðstæður í takt við þær. Þetta er merkilegur þáttur í lífi þínu og á þessu ferðalagi muntu líka hjálpa öðrum til þess að ná árangri.

Nýttu þér þetta tímabil, því að margar erfiðar aðstæður eru að koma upp í veröldinni. Láttu þær ekki breyta neinu þeirrar afstöðu sem þú ætlar að taka, því að þú ert þín eigin veröld, mátturinn og dýrðin.

mbl.is