Krabbinn: Gerðu það bara

Elsku Krabbinn minn, ef þú tekur ekki áhættu í lífinu, þá bara gerist ekki neitt.  Þú getur teiknað fyrir þig lífið sem beina línu, svo auðvelt og öruggt. En ef þú þarft ekki að setja neinn kraft eða hafa skoðun á neinu eða neinum, þá ertu bara það sem ég kalla fylgjandi eða follower, eins og það kallast á samfélagsmiðlunum.

Þar sem þú hefur frá miklu að segja og mikið af þér að gefa, þá skaltu 100% stinga þér í hringiðu lífsins, því þar finnur þig gleðin og sú hamingja sem þú þráir.

Lífið er Yin&Yang, nótt og dagur, gleði eða ótti. Það er í raun bara til gleði eða ótti, svo þú þarft sjálfur að velja hvernig þú ætlar að líta á þitt líf.  Þú ert alltaf til staðar fyrir þá sem þú elskar og sýnir þeim þá samúð og virðingu sem þú mögulega getur. Þú ert kannski aðeins um of að stjórna umhverfinu í kringum þig, en það er bara til þess að fela þínar eigin tilfinningar.

Þessi tími sem þú ert að fara inn í er með magnaða afstöðu plánetanna og þessvegna þarftu að vera hugrakkur. En Gerðu það bara eins og Nike segir og útkoman af því leiðir þig að einhverju öðru og betra.

Þú þarft að fylla orkuna þína með þeim leiðum sem eru bestar fyrir þig. Finndu út hvernig þú fórst að því þegar besti tími þinn var á árinu, hvað varstu að gera þá sem framkallaði orku og gleði? Kallaðu svo á þann kraft aftur, því þú ert það heppinn að hafa Tunglið sem þína plánetu. Og þetta er beintengt inn í tilfinningaorkuna þína. Það er magnað tungl núna 19 nóvember og þá er líka tunglmyrkvi. Í kringum þetta tímabil gerist það sem þú vilt að komi til þín, en vertu mjög skýr í því hvað þú raunverulega vilt, því Alheimsorkan veit ekki hvað er rétt eða rangt. Hún bara sendir þér það fólk eða atburði sem þú biður um eða óskar þér.

Þetta fulla tungl er í Nautsmerkinu, það eru miklar ástríður sem skapast þegar það stendur sem hæst. Svo það sem þú hefur ástríður fyrir smellur allt.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál