Nautið: Í ástarflæði

Elsku Nautið mitt, leiðindaumræður og slúður hafa verið að særa sálina þína. Hvort sem það tengist þér, þínum eða þínu nærumhverfi. Þú hefur reynt að vera þolinmóður gagnvart þeim persónum sem hafa minni kjark og dugnað en þú. Þú ert sá karakter sem montar sig ekki af góðverkunum sem þú gerir og þetta kallast að vera stór persónuleiki. 

Það er allt á hreyfingu í kringum þig og þú verður að athuga að ef þú gerir ekki það sem þarf að gera, máttu vita að það verður ekki gert. Sendu huga þínum þau skilaboð um hvað það er sem þú þarft að klára næstu daga. Slepptu svo hugsunum um það og þá gerist allt á hárréttum tíma, því þetta hreyfiafl í kringum þig er magnað. Og ekki hafa afkomuótta því að það lamar lífið þitt og sjálfan þig. Þú skalt efla og opna huga þinn fyrir ástarævintýrum, því að samkvæmt útreikningum mínum ertu í miklu flæði ástarinnar frá 15 – 25 nóvember.

Ekki safna að þér einhverju veraldlegu, hvort sem það er bíll eða hús, eða annað sem stýrir því að þú verðir hræddur við að missa. Því þá eru þeir veraldlegu hlutir einfaldlega að stjórna lífi þínu. Vitund þín er að hækka og það eru óvenjulegar aðstæður sem blasa við þér næsta mánuðinn. Það er fullt tungl í Nautsmerkinu þann 19 nóvember og þá gerist líka sá merkilegi hlutur að það verður tunglmyrkvi á sama degi.

Svo stefndu að því að ljúka þeim verkefnum sem bíða þín og eru fyrir framan þig, fyrir þann dag. Því að á þessum degi skaltu vera heima hjá þér og festa inn í lífsorkuna (manifest) það sem þú vilt ávinna og áorka fyrir áramót og sendu öðrum líka kærleikskraft og ást.

mbl.is
Linda Sigríður Baldvinsdóttir
Linda Sigríður Baldvinsdóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Ásdís Ósk Valsdóttir
Ásdís Ósk Valsdóttir
Árelía Eydís Guðmundsdóttir
Árelía Eydís Guðmundsdóttir

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

félags- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

svarar spurningum um lögfræðileg mál