Sporðdrekinn: Kastaðu þér út í veröldina

Elsku Sporðdrekinn minn, þar sem að Plútó er þín pláneta. Það sem til dæmis einkennir hana er að hún er lengst frá sólinni. Svo þú þarft að hafa kjarkinn og hugrekkið og vera á verði gagnvart því þegar þér finnst vera myrkur í lífi þínu. Þú þarft að þekkja sál þína og huga svo vel að og sætta þig við þó þú hafir lent í undarlegustu aðstæðum.

Þitt skemmtilega viðhorf til lífsins og tilhneiging þín til að fara í þveröfuga átt en aðrir, gerir þig svo athyglisverða persónu sem býr yfir mikilli dulúð og þú ert svo spennandi vegna þess. Kastaðu þér út í veröldina og þá verður þér leiðbeint og þú ferð á besta stað sem þú getur hugsað þér í lífinu.

Þú átt það til að vera hrifinn af dökkum litum til þess að hafa í vistarverum þínum. Þér finnst það verndandi og þú færð þinn kraft og þá afslöppun sem þú þarft frá heimili þínu. En þú þarft að hafa það skýrt að skipuleggja fyrir þig að vera ekki of lengi í sömu hugsun um að hanga alltaf heima.

Það er ótrúlega magnað orkusvið sem er í kringum Sporðdrekann akkúrat núna. Þú færð skrýtnar en skemmtilegar hugmyndir og með þeim getur komið viss manía svo þú fáir ofurhetjueinkenni, til þess að þú getir farið áfram á ógnarhraða í því og með það sem upp kemur í huga þinn.

Þú átt eftir að geta breytt því sem hefur verið staðnað, gert ótrúlegustu hluti sem þú hefðir ekki ímyndað þér að kæmi þér á kortið, og á mun skemmri tíma en þig grunaði að væri mögulegt.

Notaðu allar þær aðferðir sem þú þarft og kannt til þess að koma þér í góða líðan. Á þessu ástríðufulla tímabili getur orka Venusar bæði brotið sambönd, eða byggt ný. En það er þitt að taka ákvörðun um það. Og þetta er einnig kraftur peninga, þar sem þú færð upp í hendurnar leiðir til að nýta þér það á skapandi hátt.

mbl.is

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

lýtalæknir svarar spurningum lesenda

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu svarar spurningum lesenda.

félags- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

svarar spurningum lesenda