Tvíburarnir: Fólk elskar að sjá þig

Elsku Tvíburinn minn, það sem einkennir þig mest er þitt einstaka gáfnafar og húmor. Þér finnst svo gaman að bregða á leik og að skapa ævintýri í öllum litum.  Þú getur haldið heilu veislunum uppi, en átt það líka alveg til að sleppa því bara að mæta. Þér finnst sjálfum þú vera óútreiknanlegur, en í því er líka fólgið að þú hefur einstaka listamannshæfileika.

Eins og til dæmis að sjá hvernig hlutir eiga að vera raðaðir upp eða að vera í skapandi skrifum, syngja, dansa og svo framvegis. Allt sem tengist þessu færir þér gleði, svo taktu áhættu með það sem þér finnst skemmtilegt. Fólk elskar nefnilega að sjá þig, því þú hefur þann hæfileika að hrista upp í okkur og laða það besta fram í öðrum.

Veturinn er ekki alveg uppáhalds tíminn þinn, vegna myrkurs og kulda. Það má heita að það sé lífsnauðsynlegt fyrir þig að bregða þér í sólina. Því að þú hugsar svo langt fram í tímann þegar að vetrar og gætir fundið fyrir meiri kvíða en vanalega.  Þú skiptir um skoðun hraðar en auga á festir og lífið á eftir að gefa þér sterkan innblástur í nóvember. Þú átt eftir að halda öllum möguleikum opnum og óvænt og skemmtileg ævintýri munu þessvegna hitta þig.

Þú átt eftir að skilja og sjá að þú verður miðpunktur athyglinnar og þér á ekki eftir að finnast það leiðinlegt. Þú átt bæði eftir að gera kröfur til þín með það að líta vel út og að vera smart í klæðaburði.

Þú verðskuldar klapp á bakið og þú munt finna það jafnvægi sem þú vilt í flestum verkefnum, ástinni og fjölskyldulífinu. Ef þú getur lært einföldustu hugleiðslu eða öndunaræfingar, þá muntu finna það gefur þér það jafnvægi sem þú þarft á að halda og þú átt eftir að nota kímnigáfunna óspart til þess að hressa bæði þinn anda og annarra.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál