Vatnsberinn: Umber ekki leiðinlegt fólk

Elsku Vatnsberinn minn, í þér býr villingur sem getur hrist upp í hlutunum og umsnúið þeim reglum sem „venjulegt“ fólk gefur sér að séu réttar. Úranus, hin stórskemmtilega pláneta er þín, sem tengir að þú átt auðveldara en aðrir með að breyta hlutunum og hafa óvenjulegan stíl, og núna verður þú óstöðvandi.

Vatnsberar mynda sér svona öðruvísi veröld, því að vera venjulegur er ekki þeirra stíll. Ef þér hefur fundist þú þurfa að falla inn í það mynstur, þá nýturðu þín ekki. Þú átt erfitt með að umbera leiðinlegt fólk, en það sogast að þér til þess að láta sér líða betur. Hægt og rólega þarftu að útiloka þá sem hafa neikvæðan anda úr lífi þínu

Það býr í þér gömul viska sem tengir þig svo sterkt við hið andlega. Þú ert leitandi að því sem hentar þér og þú munt finna hvernig er best að lita regnbogann í líf þitt. Og talandi um líf, þá hefur þú að minnsta kosti níu líf.

Yfir þér er tímabil þar sem ástarorkan er sterk, og ef þú finnur það ekki skýrt og greinilega, þá er tómleiki í hjarta þínu. Fylltu tómleikann upp með því að sýna börnum, dýrum, gömlu eða veiku fólki sérstaka athygli og gefa af þér. Þá fyllist þú af ást og kærleika og færð þessa tilfinningu til að ljóma.

Þú ert fæddur til að gera góðverk, svo með hverju einlægu góðverki sem þú gerir, þá færðu það tvöfalt tilbaka, þótt það verði seinna á lífsleið þinni. Ekki horfa á fréttir eða að spá í neikvæða hluti Alheimsins. Því að núna er öld Vatnsberans og allt er að snúast hjá okkur mannfólkinu til þess við sjáum að við að búum í Paradís.

mbl.is