Fiskarnir: Þú ert hlekkurinn sem vantar í keðjuna

Elsku Fiskurinn minn,

þú átt að dansa við þitt eigið hljómfall og harðneita afskiptum annarra. Líka muntu frábiðja þér að hjakka í sama farinu. Svo dásamlega vill til að líf þitt er ekki eins fastmótað og hjá öðrum, svo vertu ánægður. Þú munt gera hlutina á þinn hátt, en hefur líka sterka þörf fyrir að sanna þig, sem gerist í flestum tilfellum.

Þér mun heppnast flestallt sem þú tekur þér fyrir hendur, en ekki keyra þig út og vinna yfir þig. Því það er svo mikilvægt þú getir farið inn í hellinn þinn og vera með sjálfum þér til að efla andann þinn, því þar næristu. Þú dæmir þig líka of sterkt fyrir útlitið alveg sama hversu flottur þú ert finnurðu alltaf eitthvað sem fer svo í taugarnar á þér. En þegar þú gerir þetta þá sendirðu til þín neikvæða strauma sem hjálpa þér svo sannarlega ekki til.

Svo settu þér það markmið þegar dagurinn er búinn að skrifa niður það sem vel gekk, því þá magnast upp að það gangi betur á morgun. Þú þarft nefnilega að synda í takt við þig, því þið eruð fiskarnir tveir. Það kemur stundum fyrir að þú leyfir öðrum helming þínum að synda í burtu og þá finnurðu hversu berskjaldaður þú ert fyrir áreiti.

Gerðu hlutina öðruvísi en þú ert vanur, hvort sem það tengist jólahefðum, áramótahefðum eða bara deginum sem þú ert í. Það mun skapa þessa skrautlegu hluti sem þú sannarlega vilt hafa í lífi þínu. Vendu þig á að pirrast ekki yfir mannfólkinu og þjálfaðu þig í að láta í raun ekkert koma þér á óvart. Settu ljóma í röddina þína, þú hefur nefnilega svo skemmtilega rödd. Þar byrjar þú að heilla alla, sama hvar í lífinu þeir eru staddir. Þér finnst eins og þú skiljir lífið betur, þar af leiðandi sjálfan þig, því þú ert auðvitað lífið.

Þú byggir upp svo gott tengslanet og það má alveg vera þú hafir haft það. Þú endurnýjar og tengir saman fólk og í því gerast töfrar. Jafnvel byrja þeir sem þú tengir saman ástarsamband, stofna fyrirtæki eða gera eitthvað töfrandi. Þú virðist nefnilega vera hlekkurinn sem setur þetta af stað.

Knús og kossar,

Sigga Kling

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál