Krabbinn: Það eru margir skotnir í þér

Elsku Krabbinn minn,

uppáhaldsplánetan mín er þín pláneta, sem er Tunglið. Hún er svo beintengd inn í þitt tilfinningalíf. Þar af leiðandi er það langbest fyrir þig að byrja á nýjum og spennandi hlutum þegar nýtt tungl er sem birtist þann 4. desember.

Það sem er að tengjast kvíða þínum þessa dagana er vegna þess að þú ert að hugsa fram í tímann hvað gerist þegar þetta eða hitt gerist. Svo þú skalt bara kyrra hugann elsku Krabbinn minn, því að lífið er að leysast í betri mynd en þú bjóst við.

Þú elskar fjölskyldu þína og vini og hugur þinn er hjá þeim öllum. Það er dásamlegt að koma heim til þín, því þú gerir gott heimili enn betra. Þú töfrar alltaf fram svo ótrúlega stemningu og þú elskar tónlist, svo skiptu um tónlist eftir því hvaða stemningu þú vilt hafa hverju sinni.

Það er eins og sjórinn eigi eftir að kalla á þig. Þú færð þínar bestu hugmyndir ef þú getur verið nálægt sjó þegar þig vantar að ná betri tengingu við alheimsorkuna. Þá skemmir það ekki fyrir að þú getir séð Tunglið. Þú ert að fara að veita athygli svo mörgu sem hleypir í þig kjarki eða hugrekki. Þér verða boðin ný verkefni, samningar og þér verður kippt inn í hringiðu af möguleikum. Þar muntu takast á við mikilvæga hluti sem breyta afkomu þinni og líðan.

Þótt þú sért jafnvel búinn að breyta mörgu og færa í kringum þig, þá er að koma ný sýn á svo margt í tilverunni. Til dæmis í ástinni, hvað þú hefur og hvað þig vantar, og þú hleypir því inn. Og ef þú ert á lausu, þá eru margir skotnir í þér. Svo skoðaðu það hvort þú sért í raun og veru að spá í þann rétta og vertu opinn fyrir því sem að lífið ætlar að færa þér.

Knús og kossar,

Sigga Kling

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál