Meyjan. Treystu innsæinu og notaðu það

Elsku Meyjan mín,

þú gætir hafa haft það á tilfinningunni að allur heimurinn sé á bakinu á þér. Að þú þurfir að bjarga hinum og þessum og láta öllum líða vel. Láttu það ekki á þig fá þó þú finnir einhver svona þyngsli, því ef einhver getur borið heiminn á baki sér, þá ert það þú.

Orkan sem er að koma til þín þrífst í því að hafa allt sem einfaldast. Einn dag í einu, eina mínútu í einu. Slepptu því alveg eða eins mikil og þú treystir þér til að vera á Internetinu. Ekki heldur vera að fylgjast með því hvað aðrir eru að gera. Þegar þetta er komið á hreint, þá verðurðu frjáls eins og engill með kærleikann að vopni.

Það er mikill andlegur kraftur sem sækir þig heim úr öllum áttum. Ef þú hefur misst ástvin er eins og þú skynjir hann margfalt meira. Þú færð til þín skilaboð í draumi eða jafnvel þegar þú ert vakandi. Þegar þú ætlar að hafa samband einhvern sérstakan, ég ætti nú að hringja í Jónu og svo framvegis, og viti menn þá hringir Jóna.

Í þessum krafti sem er að verða betri og sterkari er mikilvægt að þú sért eins og eikartré. Það er með ræturnar á réttum stað og hefur frið frá öfgum og afskiptum umhverfisins.

Í þessari tilfinningu færðu svo góða yfirsýn og þá sérðu hvaða ást er sönn, því þú veist að falsheit og óheiðarleiki kemur alltaf upp á yfirborðið ef það er til staðar.

Ég dreg fyrir þig spil sem hefur töluna tíu sem segir að þú sért undir ákveðnum forlögum. Þetta þýðir að þú sért undir vissum örlögum sem þú ákvaðst að sjálfsögðu sjálf áður en þú fæddist á þessa Jörð. Og núna skynjarðu og finnur betur þessi forlög. Ekki vera vonsvikin hjartað mitt yfir slóðaganginum í öðrum, haltu bara áfram. Og mundu að á þessu ferðalagi sem þú ert að fara inn í að hressa fólk við og kippa því með þér, því að þú ert að flytja svo góðan boðskap sem er eitt þitt mikilvægasta hlutverk þitt.

Knús og kossar,

Sigga Kling

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál