Vogin: Orkan þín er beintengd við ástarplánetuna

Elsku Vogin mín,

þín orka er beintengd við ástarplánetuna Venus. Og yfir þennan tíma sem þú ert að lifa núna, er það bara ást sem getur sigrað hatur eða neikvæða orku sem að skyggir á þig eða lemur á taugar þínar. Leyfðu þér að fljóta áfram í rólegheitum, því að dagurinn í dag er gjöf og morgundagurinn leysist.

Þú ert svo ofurstór persóna og þú ert að finna að það sem þig vantar er svo stutt frá þér. Leyfðu þér ekki að vera svona áhrifagjörn að áhrifin frá umhverfinu og öðru fólki sé á þínu umráðasvæði. Þú ert „Universe“ út af fyrir sig, svo þú skapar með hugsunum og orðum hvað skapast í kringum þig. Hugsanir gefa frá sér mikla orku, svo settu þess vegna jákvæðni í þínar hugsanir. Því þú gefur frá þér bylgjur og það er hægt að mæla þær bylgjur sem koma frá heilanum.

Þú hefur verið á krossgötum, en þær eru góðar fyrir þig, þótt sumir segi þú eigir erfitt með að velja því þú ert Vog. En um leið og þú stoppar, kyrrar hugar þinn og andar djúpt að þér, þá færðu svarið. Endurtaktu þetta bara ef þér finnst þú þurfa þess.

Þú átt það svo sérstaklega til að hafa áhyggjur af jólunum, að þau verði ekki eins og þú býst við og að þú getir ekki veitt þeim sem þú vilt það sem þér finnst þeir þurfa. En þetta leysist ef þú sleppir áhyggjunum. Því að þær bylgjur sem þú sendir út frá áhyggjum gefa þér bara miklu meira vesen og meiri áhyggjur.

Það verður allt fullkomið í sambandi við heimili þitt. Og þótt það verði kannski ekki allt eins og það hefur verið áður, þá verður þessi nýja tilbreyting skemmtileg og með henni kemur vellíðan. Þú færð alla þá hjálp sem þig vantar, því það elska þig miklu fleiri en þú heldur. Þú finnur líka fyrir því að sönn ást, hvort sem það tengist maka, fjölskyldu eða vinum. Sem kemur þannig að þú átt eftir að finna í hjarta þínu að þú sért komin á réttan stað. Þú átt eftir að þroskast á svo miklum ógnarhraða og þó þú sért að leysa úr mörgum vandamálum, þá finnurðu sigur eftir hverja þraut.

Knús og kossar,

Sigga Kling

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál