Ársspá Siggu Kling - 2022 verður svakalegt

Sigríður Klingenberg.
Sigríður Klingenberg.

Hin kyngimagnaða spákona Sigga Kling hefur rýnt í stjörnurnar og alheiminn fyrir árið 2022. Það má með sanni segja að árið verður viðburðarríkt hjá flestum en þó viðburðarríkara hjá sumum stjörnumerkjum heldur en öðrum. Það er þó ljóst að árið verður stórkostlega frábært.

Elsku Hrút­ur­inn minn,

það er svo merki­legt að skoða að lífið fer alltaf í hringi og núna ert þú að byrja svo spenn­andi kafla. Þótt þér hafi fund­ist þú hafa verið á kross­göt­um, þá þýðir það samt að veg­ir liggja til allra átta. Þú ert að sleppa tök­un­um á þeim köngu­ló­ar­vef sem þér hef­ur fund­ist um­lykja þig, en þú ríf­ur þig laus­an og það verður miklu auðveld­ara en þú hefðir nokk­urn tím­an bú­ist við. Þetta á sér­stak­lega við um janú­ar og í byrj­un fe­brú­ar. 

Farðu neðst á forsíðu mbl.is til að lesa meira.

Elsku Tví­bur­inn minn,

það er kannski ekki hægt að segja við því­líkt sól­ar­merki sem þú ert að janú­ar sé þinn upp­á­halds tími. Janú­ar byrj­ar á því að gefa þér eins og masters­gráðu í líf­inu, list­um og feg­urð og er tal­an þrír svo sterktengd inn í orku­stöðina þína. Hún þýðir líka að þú get­ir aðlagað þig að öll­um teg­und­um mann­fólks­ins og skapað það jafn­vægi sem aðrir krefjast af þér.

Farðu neðst á forsíðu mbl.is til að lesa meira.

Elsku Krabb­inn minn,

þessi tíð hef­ur verið til­finn­inga­rík fyr­ir mann­eskju eins og þig. Það er búið að fylla all­an skalann þinn frá núlli og upp í tíu. Við upp­haf þessa blessaða árs gef­ast þér tæki­færi til þess að hvílast og njóta til þess að skipta um gír og leyfa líf­inu og Al­heimsork­unni að leysa vand­ann. Þinn vandi er bara tengd­ur hug­an­um og áhyggj­um sem eru til­bún­ing­ur og verk hug­ans, og er það eina sem get­ur lamað þig.

Farðu neðst á forsíðu mbl.is til að lesa meira.

Elsku Meyj­an mín,

líf þitt verður auðugra en þig grun­ar og þær teng­ing­ar eru niðurnjörvaðar í Al­heimsork­unni þinni við upp­haf þessa árs. Þá ertu með töl­una sex ríkj­andi sem tákn­ar ást­ina, frjó­semi af hverj­um toga sem hún birt­ist og þakk­læti yfir því sem þú nú þegar hef­ur. Þegar þú finn­ur þetta þakk­læti streyma í gegn­um þig efl­ist allt það sem skipt­ir raun­veru­lega máli.

Farðu neðst á forsíðu mbl.is til að lesa meira.

Elsku Vog­in mín,

lit­rík­asta og fal­leg­asta fólkið hef­ur valið sér að fæðast í þessu merki og þú þarft að muna að vera stolt af sjálfri þér og alls ekki gleyma því sem stóð up­p­úr á síðasta ári. Strokaðu hitt úr minni þínu og talaðu lítt sem ekk­ert um þá at­b­urði sem hafa sparkað í þig á síðasta ári þegar hið nýja ár geng­ur inn í garðinn þinn. Þú byrj­ar þetta nýja tíma­bil á hinni and­legu og heil­ögu tölu sjö og þá er svo mik­il­vægt að hugsa eins og indí­án­inn gerði, að tengja sig í jafn­vægi í gegn­um dýr­in og frum­kraft­inn sem býr í sög­unni okk­ar allra.

Farðu neðst á forsíðu mbl.is til að lesa meira.

Elsku Sporðdrek­inn minn,

lífið kem­ur þér á óvart í upp­hafi árs. Það er ekki bein­lín­is hægt að segja að til­ver­an hafi dekrað við þig síðustu mánuði. Það er bjart­sýn­in sem ræður ríkj­um í þess­ari óvenju­legu til­veru á hót­el Jörð. Þú fyll­ist af kær­leika og þegar það kem­ur yfir þig þá spegl­arðu hon­um yfir allt. Kraft­ur lífstöl­unn­ar fimm er ríkj­andi sem leiðir þig í óvenju­leg­ar og betri átt­ir. Það stend­ur að upp­hafið skapi end­inn svo að þessi byrj­un leiðir þig út árið 2022 þar sem þú kem­ur sjálf­um þér aðallega á óvart. Þar af leiðandi verður þér svo miklu meira sama um vesen eða vanda­mál sem aðrir byggja í kring­um til­vist þína.

Farðu neðst á forsíðu mbl.is til að lesa meira.

Elsku Nautið mitt,

það hef­ur verið svo mikið af lífs­ins gát­um sem þú hef­ur þurft að leysa und­an­farið og þér hef­ur fund­ist stund­um þú vær­ir að bug­ast. Í þess­um ljósa­skipt­um sem ganga í garð á nýju ári verður þú og þarft að taka líf þitt og sauma það sam­an al­gjör­lega sjálf. Þú ert eins og eikar­tré og það stend­ur af sér all­an stór­sjó.

Farðu neðst á forsíðu mbl.is til að lesa meira.

Elsku Ljónið mitt og tak­marka­lausi til­finn­inga­óró­inn minn.

Þú sveifl­ast eins og fáni í fulla stöng í ís­lenska vind­in­um, ekk­ert er fal­legra en slík sýn á góðum degi. En þegar þú dreg­ur þig niður í hálfa stöng, veist ekki hvað þú vilt eða hvernig þú ætl­ar að fara að því, þá lam­ast orka þín og þegar þér líður þannig skaltu passa þig á hvat­vís­inni, sem er reynd­ar dá­sam­leg­ur eig­ini­leiki, en ekki þegar manni líður illa.

Farðu neðst á forsíðu mbl.is til að lesa meira.

Elsku Bogmaður­inn minn,

það hafa verið mörg tæki­færi í kring­um þig. Sum hef­urðu nýtt vel en önn­ur hafa farið for­görðum. Í upp­hafi þessa árs muntu loka því sem þér finnst leiðin­legt. Al­heimstal­an níu er með þér í upp­hafi árs og hún gef­ur þér kraft til að henda öllu því út úr lífi þínu sem pirr­ar þig og ríf­ur frá þér ork­una. En það sem gekk mjög vel á síðasta ári mun efl­ast á þessu herr­ans ári og halda áfram í lífs­keðjunni þinni.

Farðu neðst á forsíðu mbl.is til að lesa meira.

Elsku Stein­geit­in mín,

þú get­ur þakkað fyr­ir margt sem hef­ur gerst á síðasta ári sem í raun gerði þig sterk­ari og vitr­ari. Þegar þú get­ur þakkað í hjarta þínu fyr­ir erfiðleik­ana og svart­nættið því það gerði þig að þeirri per­sónu sem þú ert, þá þurrk­ast út hug­ar­ástandið sem þú varst í. Ef þú lend­ir í ein­hverju ógur­lega erfiðu þá er eins og það sé kastað í þig stein­um og þegar þú end­ur­hugs­ar at­b­urðinn aft­ur og aft­ur og tal­ar um hann sí og æ, þá er eins og þú kast­ir í þig sama steini.

Farðu neðst á forsíðu mbl.is til að lesa meira.

Elsku Fisk­ur­inn minn,

þú tek­ur fagn­andi á móti þessu ári og ferð áfram á of­urkrafti. Janú­ar fær­ir þér töl­una níu sem er and­lega tengj­andi tala sem seg­ir að þú rétt­ir öðrum hjálp­ar­hönd. Því það er nefni­lega þannig að aðrir eru þú sem þýðir að í hvert skipti sem þú gef­ur öðrum ertu að safna í karma­bank­ann þinn.

Farðu neðst á forsíðu mbl.is til að lesa meira.

Elsku Vatns­ber­inn,

það er mikið ljós sem lýs­ir þér inn í nýja árið. Við get­um sagt að þú sért að vakna til vit­und­ar um enn meiri kær­leika og bjart­ari orku sem smýg­ur inn í sál­ina og geisl­ar út frá þér. Til þess að þetta geti orðið 100% veru­leiki, skaltu henda út allri reiði og öllu sem teng­ist ver­ald­leg­um hlut­um. Fyrstu mánuðirn­ir ein­kenn­ast af þessu og reynd­ar er þetta kraft­ur framtíðar þinn­ar eða kraft­ur árs­ins.

Farðu neðst á forsíðu mbl.is til að lesa meira.

mbl.is
Linda Sigríður Baldvinsdóttir
Linda Sigríður Baldvinsdóttir
Valgeir Magnússon
Valgeir Magnússon
Ásdís Ósk Valsdóttir
Ásdís Ósk Valsdóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Árelía Eydís Guðmundsdóttir
Árelía Eydís Guðmundsdóttir

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

félags- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

svarar spurningum um lögfræðileg mál