Fiskurinn: Peningar laðast að þér á þessu ári

Elsku Fiskurinn minn, þú tekur fagnandi á móti þessu ári og ferð áfram á ofurkrafti. Janúar færir þér töluna níu sem er andlega tengjandi tala sem segir að þú réttir öðrum hjálparhönd. Því það er nefnilega þannig að aðrir eru þú sem þýðir að í hvert skipti sem þú gefur öðrum ertu að safna í karmabankann þinn.

Febrúar, mars og apríl verða sterkustu mánuðir þessa árs og þú finnur hjá þér þá tækni að að leika leikinn vel og fá þar af leiðandi alla í lið með þér. Lífið er nefnilega leikur og hér ert þú í aðalhlutverkinu. Þú ert fyrirliðinn á þessu tímabili og það hefur mikil áhrif á þig ásamt fjölda annarra. Þú lætur smáatriðin ekki fara jafn mikið í taugarnar á þér og oft áður og verður sterkari, fallegri og mýkri með hverjum mánuði sem líður upp frá því.

Það eru erfiðleikar í kortinu þínu en þú virðist ekki láta þá angra þig eins og oft áður og þar af leiðandi verða þeir miklu léttvægari. Og þó þú sért skipaður fyrirliði, verðurðu samt að hætta að stjórna öðrum með yfirgangi og frekar að sjá að þú hefur mikla kænsku og að finna leið til þess að kalla fram það besta hjá liðsheildinni. Ástin teygir anga sína fyrir þá sem eru á lausu og þú munt sjá að það er hin sanna ást þegar hún smellur inn í líf þitt auðveldlega og áreynslulaust.

Þú munt skilja það svo vel að margbreytileiki þinn er náðargáfa. Þú sættir þig að fullu við sjálfan þig eins og þú ert og þú veist að þú ert með hjarta úr gulli. Þú munt finna út þú getur hjálpað þeim sem hafa þjáðst og að laga sársauka annarra, það er líka náðargáfa. Og þar sem þú ert sannarlega vatnsmerki þýðir það að þú skynjir betur umhverfi þitt en önnur merki og hefur meiri tilfinningu fyrir öðru fólki og líðan þess en önnur merki geta.

Þetta verður ekki hefðbundið ár, því að þú hefur áhuga á tveimur gjörólíkum sviðum. Þú munt samt finna út að sameina þau svið og fá góða útkomu. Peningar laðast að þér á þessu ári og þú verður eindæma rausnar og höfðinglegur við vini þína og fyrir það verðurðu enn meira dáður.

Knús og kossar, Sigga Kling

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál