Krabbinn: Skiptir um gír

Elsku Krabbinn minn, þessi tíð hefur verið tilfinningarík fyrir manneskju eins og þig. Það er búið að fylla allan skalann þinn frá núlli og upp í tíu. Við upphaf þessa blessaða árs gefast þér tækifæri til þess að hvílast og njóta til þess að skipta um gír og leyfa lífinu og Alheimsorkunni að leysa vandann. Þinn vandi er bara tengdur huganum og áhyggjum sem eru tilbúningur og verk hugans, og er það eina sem getur lamað þig.

Þessi tími gefur þér kraft til að útiloka og slökkva þær bylgjur sem hugurinn = heilinn er að senda sál þinni. Hin óviðjafnanlega og fallega tala þrír umvefur þig í ársbyrjun og hún gefur þér þá tíðni til þess að sætta þig við það sem þú getur ekki breytt. Hún gefur þér líka undirstöður til þess að hafa kjark og hugrekki til þess að breyta því sem þú getur breytt.

Vorið lofar svo góðu fyrir þig og í því er tenging til þess að efla ástina, fjölskylduna og gamlar og nýjar tengingar. Í þessu felst að þú verðir í essinu þínu og munt umfaðma orkuna sem Alheimurinn sendir þér. Þú verður ánægður með þær ákvarðanir sem þú hefur tekur og sýnir öðrum þann ríka stuðning sem þú svo sannarlega kannt að veita. Það er staðreynd að það er sælla að gefa en þiggja. Þú munt ríkulega launa þeim sem hafa hjálpa þér áfram lífsstigann og þú sérð hvað hjarta þitt kann alltaf betur og betur að meta þetta líf sem þú fékkst að gjöf.

Þú munt sjá svo vel á þessu ári að þú ert ekki bara frábær starfsmaður, heldur hefur þú svo mikla hæfileika til þess að reka þitt eigið fyrirtæki og í gegnum tíðina hef ég alltaf sagt að manneskjan sé fyrirtæki. Þarf þannig að byggja sjálfa sig upp sem fyrirtæki, hafa framtíðarsýn, sterkar undirstöður og að trúa og treysta á að allt sé mögulegt þegar viljinn er fyrir hendi.

Þú munt svo sannarlega gera allt með glæsibrag og sjálftraust þitt mun aukast þegar líða tekur á sumarið og haustið. Þú átt það samt til að koma síður auga á það sem í sjálfum þér býr og frekar að bera of mikla virðingu fyrir öðrum og þar af leiðandi framkalla ótta. Svo þú skalt leggja rækt við og veita sjálfum þér þá virðingu sem þú átt skilið og þú sýnir öðrum, og þegar það gerist verður þetta ár gjöfult. Vatn einkennir þitt merki sem táknar að þú endurspeglar ljósið frá Tunglinu og það gefur þér hæfileika til þess að dýpka þau sambönd sem þú hefur valið þér og líka þínar eigin tilfinningar sem þér hafa verið ríkulega gefnar.

Knús og kossar, Sigga Kling

mbl.is