Ljónið: Febrúar tengir þig við ástarljómann

Elsku Ljónið mitt og takmarkalausi tilfinningaóróinn minn. Þú sveiflast eins og fáni í fulla stöng í íslenska vindinum, ekkert er fallegra en slík sýn á góðum degi. En þegar þú dregur þig niður í hálfa stöng, veist ekki hvað þú vilt eða hvernig þú ætlar að fara að því, þá lamast orka þín og þegar þér líður þannig skaltu passa þig á hvatvísinni, sem er reyndar dásamlegur eiginileiki, en ekki þegar manni líður illa.

Þið hafið áhrif á alla því birtan og ljósin sem þið getið sent frá ykkur er svo magnað og þið þurfið svo innilega að umvefja það á þessu ári. Árið ykkar byrjar á góðri lífstölu eftir misjafnan desember og talan fimm er yfir Alheimsorku Ljónanna í upphafi þessarrar bíómyndar. Þessi tala gefur ykkur léttleika og litríka tíð. Skoðaðu allar þær leiðir sem eru í boði til þess að styrkja ræturnar þínar, því það sem þú heldur að sé ekki hægt eða þú getir ekki ert ekki satt. Opnaðu hjarta þitt og streymdu inn sannleikanum því að febrúar tengir þig við ástarljómann, hvort sem það tengist maka, fjölskyldu eða vinum.

Andlega talan sjö er í kringum þig þegar mars gengur í garð og þá finnurðu þú slakir á og verður eitthvað svo stoltur af sjálfum þér eða öðrum.

Þú mátt líka finna til þess að vera montinn af því sem þú afrekar fram á vorið og mont og stolt eru systur og það verða líka margir montnir af þér.

Nýtt og skemmtilegt upphaf markar líf þitt eftir að líða tekur á júlímánuð og veitir þér svo sterkar stoðir fram á haustið. Það verður fullt tungl í Ljónsmerkinu 16 febrúar og í kringum þann tíma er svo mikilvægt að þú skrifir í skýin og í sálina hvað þú vilt fá. Því að þetta tímabil er magnari sem magnar upp hugsanir orð og tilfinningar, svo þú skalt sannarlega setja þig í réttan gír á þessu tímabili, þá verður þinn vilji svo ef illindi eru að leika við þinn huga, þá magnast það líka upp á þessum tíma.

Ég dreg fyrir þig eitt spil og þar kemur talan fjórir sem gefur þér sterkan vilja og dugnað og hefur táknmynd af manneskju sem liggur við tré og hvílir sig. Spilin táknar endurnýjum á lífinu og minnir þig á að losa hugann og að leyfa honum að hvíla sig á amstri dagsins. Og sem eldmerki þarftu að huga sérstaklega að þessu því annars brennurðu upp. Að ástarmálunum, þá eflist sú ást sem er góð á þessu ári, en ef hún er ekki fyrir þig þá deyr hún og allt er tengt hinu góða. Knús og kossar, Sigga Kling

mbl.is