Meyjan: Líf þitt verður auðugra en þig grunar

Elsku Meyjan mín, líf þitt verður auðugra en þig grunar og þær tengingar eru niðurnjörvaðar í Alheimsorkunni þinni við upphaf þessa árs. Þá ertu með töluna sex ríkjandi sem táknar ástina, frjósemi af hverjum toga sem hún birtist og þakklæti yfir því sem þú nú þegar hefur. Þegar þú finnur þetta þakklæti streyma í gegnum þig eflist allt það sem skiptir raunverulega máli.

Það verða töluverðar breytingar á því sem þú býst við í febrúar eða mars. Þú þarft að bíða aðeins eftir því að það sem þig vantar smelli. Þarna færðu líka sterk tækifæri til þess að efla heilsu þína og andlega líðan. Þú verður reiðubúin til þess að umfaðma það sem birtist þér um vorið og þá koma möguleikar inn í lífsorkuna þína á upphefð, breytingum á starfi eða einhverskonar starfi. Þetta er hratt tímabil sem gefur skipulagshæfileikum þínum lausan tauminn. Í sumar verður um margt að velja fyrir þig, sérstaklega við upphaf sumars og það sem þú velur mun marka verulega langt tímabil.

Einu skiptin sem þér finnst þú raunverulega vera að drukkna er þegar þú kafar of mikið í fortíðina, vandamálin og vitleysuna. Svo alls ekki spá of mikið í framtíðina, því þú skapar hana með því að gera þitt „nú“ fallegra og þar hefur þú valdið. Þessi Vatnsberaöld og orkan sem hefur tengt allan heiminn í „Yin“ eða „Yang“ opnar fyrir þér svo mikla möguleika á kærleika. Svo vökvaðu hann með því að gera eitt kærleiksverk á dag því þá velur ljósið þig og myrkrið sér þig ekki. Þar sem þú ert jarðarmerki ertu svo sannarlega tengd Móður Jörð og hefur hæfileika til þess að jarðtengja þá sem þú hefur valið inn í líf þitt og sjálfa þig um leið.

Þú ert að bíða eftir réttlæti og það mun koma til þín á hárréttum tíma og eyða öllum vafa um það hvar þú stendur í lífinu. Það verður sannleikur og sanngirni sem munu tvíeflast eftir því sem líða tekur á árið og þú þróar og þroskar með þér svo dásamlegan einstakling, sem að sjálfsögðu býr innra með þér en þú framkallar á svo frábæran hátt.

Þetta er ár sem kemur fagnandi til þín, því lífið býr í hjartanu þínu og lífsorkunni þinni og ekkert utanaðkomandi getur stöðvað það, nema þú gefir því leyfi. Þú núllstillir þig og tengir þig svo kraftmikið við Jörðina enda er Meyjann Jarðarmerki. Þar af leiðandi getum við sagt að Móðir Jörð, sjórinn vatnið og jörðin séu beintengd inn í lífið þitt, svo leyfðu því að flæða.

Knús og kossar, Sigga Kling

mbl.is

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

lýtalæknir svarar spurningum lesenda

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu svarar spurningum lesenda.

félags- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

svarar spurningum lesenda