Nautið: Þú munt standa af þér stórsjó

Elsku Nautið mitt, það hefur verið svo mikið af lífsins gátum sem þú hefur þurft að leysa undanfarið og þér hefur fundist stundum þú værir að bugast. Í þessum ljósaskiptum sem ganga í garð á nýju ári verður þú og þarft að taka líf þitt og sauma það saman algjörlega sjálf. Þú ert eins og eikartré og það stendur af sér allan stórsjó.

Talan 11 er þín tala á nýju ári og hún er sannkölluð masterstala. Þessi tala segir þér að þú þurfir að taka stjórnina í þínar hendur, vegna þess að í þínu ríki sem tengir þig og þitt fólk verður þú að vera forsætisráðherra. Þú færð ofurkraft til þess að horfast í augu við hvaða risaeðlu sem er og þú finnur þú ert næmari fyrir fegurðinni sem umlykur þig allt um kring.

Ef þú skoðar vel þá er þessi tala táknuð eins og hlið inn í nýja hluti og táknar líka spjót sem eiga að standa bein uppi eins og talan ellefu og þú mátt ekki undir neinum kringumstæðum beina þessum spjótum að þér. Þú elsku hjartað mitt ert svo sterk manneskja, svo mundu að endurtaka það að, ég er sterkur eða ég er sterk, því að orð þín eru álög og hafa óendanlegt afl.

Með þetta að leiðarljósi byrjar þú að virkja skaparann í þér á nýju ári og þegar febrúar mætir þér þá hefurðu svo mikinn aðlögunarmátt við allt og alla. Á þeim tíma,og reyndar alltaf, átt þú að nota tónlist eða aðrar athafnir sem örva skynfæri þín og sem jarðarmerki þarftu að nýta þér eitthvað slíkt til þess að jarðtengja þig og anda þinn við Jörðina og umhverfi þitt.

Þetta verður nytsamlegt sumar fyrir þig þar sem þú endurbyggir frumurnar þínar sem eru fjörutíuþúsund talsins. Líkaminn endurnýjast allur á fjörutíu ára fresti, svo ef veikindi hafa herjað á þig þá er lausnin nær þér. Þú átt eftir með þinni tæru orku eftir að hjálpa öðrum sem hafa átt við miklar hindranir að stríða, hvort sem er í veikindum eða veraldlegu amstri.

Blessaða vorið sem er þinn besti tími færir þér næringu og lífsspeki og þá opnast fyrir þér nýr heimur um hver tilgangur þinn sé. Ef þú skoðar þetta orð þýðir það að sjálfsögðu það að ganga til einhvers og eitt það mikilvægasta sem þú finnur er nákvæmlega þetta. Allt það sem byrjar í upphafi árs mætir þér með mikilli bjartsýni í maí. Þú útilokar úr huga þínum þær persónur sem hafa eitrað líf þitt og þá kemur miklu betra og meira pláss í sálinni fyrir það nýja og góða.

Knús og kossar, Sigga Kling

mbl.is

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

félags- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

svarar spurningum um lögfræðileg mál