Vatnsberinn: Þú færð svörin sem þú varst að bíða eftir

Elsku Vatnsberinn, það er mikið ljós sem lýsir þér inn í nýja árið. Við getum sagt að þú sért að vakna til vitundar um enn meiri kærleika og bjartari orku sem smýgur inn í sálina og geislar út frá þér. Til þess að þetta geti orðið 100% veruleiki, skaltu henda út allri reiði og öllu sem tengist veraldlegum hlutum. Fyrstu mánuðirnir einkennast af þessu og reyndar er þetta kraftur framtíðar þinnar eða kraftur ársins.

Það er mjög gott fyrir þig að skoða að nýtt tungl og ný orka fæðist um miðjan mánuð. Eftir það tímabil færðu svörin sem þú varst að bíða eftir og í því samhengi mun þér líka betur og betur við sjálfan þig og það er manneskjan sem þú þarft að elska númer eitt. Enginn getur gefið af sér nema hann hafi eitthvað sjálfur. Svo byrjaðu á blessuninni í sjálfum þér til þess að geta gefið hana til annarra. Fyrstu mánuðir ársins verða eins og spennumynd í bestu gæðum og góðri spennumynd fylgja alltaf góð endalok.

Sumrinu fylgir svo upphaf, sem þýðir að þú verður að fást við verkefni sem er svo mikil mannrækt í. Og það er svo merkilegt að þrátt fyrir að vera Vatnsberi er þitt merki loftmerki sem þýðir að þú getir fært þig til og frá og bæði hjálpað og talað við flestar lifandi verur sem eru hér á Jörð. Það verða líka margir sem eiga eftir að leita til þín og fá frá þér góð ráð enda ræður orðheppni þín ríkjum þetta árið og þú eflist eins og enginn væri morgundagurinn.

Töluverð vinna verður lögð á þig í upphafi sumars og þér finnst stundum þú hafir ekki alveg stjórnina. Slepptu þá bara tökunum og gerðu þitt besta, þá gengur allt vel og útkoman kemur þér á óvart. Svo þú getur leyft þér að fara að hlakka til og tilhlökkun er svo yndisleg orka og er oft betri heldur en útkoman sjálf því að líf þitt þetta árið er undarlegt ferðalag á öld Vatnsberans.

Ástar og kærleiksorkan tikkar í öll hólf og með orðsnilld þinni og umhyggju geturðu heillað hvern sem er upp úr skónum. Haustið verður kraftmikið og gefur þér byr undir báða vængi, þar byrjar einhverskonar lærdómur eða þjálfun þar sem sterk tengsl við aðrar manneskjur hafa svo sannarlega sterk áhrif á þig. Þú færð þetta allt tilbaka svo það er aftur ný orka að fæðast hjá þér hjartað mitt.

Knús og kossar, Sigga Kling

mbl.is

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

lýtalæknir svarar spurningum lesenda

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu svarar spurningum lesenda.

félags- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

svarar spurningum lesenda