Sporðdrekinn: Slepptu naglasúpunni

Elsku Sporðdrekinn minn,

eins mikið og þú hefur dottið í svartsýnina, svona af og til allavega, kemur þú sterkari undan vetri en lög gera ráð fyrir. Þér finnst að þú þurfir að vera krefjandi, bæði við sjálfan þig og aðra, og það er hárrétt. Þú gætir auðveldlega grætt fé, en ef það kemur auðveldlega þá hverfur það líka hratt í burtu. Þú færð sterk skilaboð í draumum þínum, en gætir ekki nóg að þeim. Draumarnir eru að koma til að vara þig við og hjálpa þér áfram næstu skref.

Lífið er í raun draumaheimur og þú skalt einbeita þér að því að láta draumana rætast. Ekki halda áfram að vera í sömu súpunni og þú ert búinn að vera lengi, því þá verður hún að naglasúpu. Þú ert gæddur svo miklum andlegum hæfileikum að það besta sem þú gerðir væri að þróa þá hæfileika þína betur og líta inn á við.

Að finna tilgang með lífinu er ævilangt verkefni og þú skalt skoða að finna tilgang í hverjum degi. Þá verður líf þitt áður en varir eins og ævintýradraumur. Þú átt marga sálufélaga hér á Jörðinni, en ef þér finnst ekkert vera að ganga upp í þeim málum, þá er það út af því að þér finnst það. Því að hugsun, orka og orð skapa veruleikann, svo breyttu hugsuninni og þá byrjarðu að lifa. Skriftir tengja þig við viskuna sem býr hið innra.

Þú hefur lágan leiðindaþröskuld svo þú þarft að hafa alltaf eitthvað fyrir stafni til þess að leiðindin flækist ekki fyrir þér og sem betur fer er yfirleitt nóg um að vera í lífi þínu. Svo leyfðu þér bara að njóta þess að vera til, því það eru ótrúlegustu gjafir á leiðinni til þín frá Alheimnum.

Knús og kossar,

Sigga Kling

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál