Steingeitin: Þú ert í góðri stöðu

Elsku Steingeitin mín,

sveigjanleiki er krafturinn sem þú þarft að tileinka þér í þessum dásamlega mánuði sem er að hefjast. Þetta er mánuðurinn þar sem þrjóskasta fólk í þessu merki skiptir um skoðun. Það finnur sér nýja og fallegri sýn á það sem er að gerast í kringum það og finnur að það getur leyft sér að vera rólegra en það hefur getað áður. Með þessu öllu saman færð þú sjálfsöryggi, stöðuleika og styrk. Þú munt finna að þú hefur allt sem þú þarft til að halda stöðu þinni og því sem þér hefur verið lofað verður að veruleika. Þér finnst kannski ekki alltaf þolimæði vera dyggð, og það er rétt að hluta, svo vertu vakandi og láttu ekki aðra vinna þína vinnu eða verkefni.

Ferðalög eða aðrar merkilegar skemmtanir detta inn eins og af himnum ofan og þú sérð svoleiðis með sanni að lífið er dásamlegt. Samkeppnin sem þú heldur að sé í kringum þig og að þú þurfir að bæta þig endalaust, er ekki einu sinni til staðar. Þú ert í góðri stöðu, þú þarft bara að tala og sennilega viði fólk sem þú vilt ekki tala við, en láttu þig hafa það og þá muntu skjóta í mark.

Það eru líkur á að þú þurfir að leita læknis, gæti orðið einhver minniháttar skurðaðgerð eða eitthvað verður lagfært sem er kominn tími á að þú skoðir. Þú endurmetur svo margt og sérð að það er svo mikið meira í lífið spunnið en það sem þú sérð. Ef þig vantar aga, þá er hann í þér, þú þarft bara að taka hann út. Táknin sem þú færð er sigur yfir þeim sem þér finnst ekki vija þér vel og bati mun verða skjótur og þú sigrast á öllum þeim ótta sem hefur verið að bíta þig.

Knús og kossar,

Sigga Kling

mbl.is