Vatnsberinn: Þú ert að fara inn í innihaldsríkt tímabil

Elsku Vatnsberinn minn,

það hefur gengið á ýmsu og einhvern veginn hefurðu náð að leysa þetta allt með miklu meiri sóma en þú bjóst við. Þú verður að muna að það er bara allt í lagi að skipta um skoðun, alveg sama hvað þú hefur ákveðið. Þó það detti inn hjá þér eða í þig einhver gamall mórall þá er hann að sjálfsögðu bara vegna þess að við erum öll mennsk. Þú ert að kljást við ákvarðanatöku og þú munt taka rétta ákvörðun fyrir þig og mun fyrr en þig hefði grunað. Allt er að gerast á ógnarhraða í kringum þig, en hleyptu ekki inn í hjarta þitt því sem ekki á heima þar.

Allar hindranir byrja í huganum á þér og ef þú skottar ekki framhjá þeim huglægt séð, þá enda þær sem verkir í líkama þínum, því allt er samtengt. Þú þarft sérstaklega að skoða hjá þér magann og ef hann er í góðu lagi virka hlutirnir vel.  Þú ættir alltaf að treysta innsæinu þínu, því þú ert með næmt og glöggt þriðja auga sem hefur bjargað þér hundrað sinnum.

Framinn er þér mikilvægur og þú vinnur þig alltaf upp í ábyrgðarstöðu. Láttu samt ekki setja á herðar þér eitthvað sem þér finnst tengjast óréttlæti eða frekju. Ekki heldur taka til þess bragðs að skipta skapi og nota reiðina. Heldur skaltu tala með friðsamlegum tón og hrósa þeim sem eru að reyna að stíga á þig eða að höggva nærri þér, það er þitt sterkasta sverð.

Þú ert að fara inn í innihaldsríkt tímabil sem breytir örlögum þínum. Þú hefur fundið fyrir miklum óróa, því mikill hraði er á huga þínum. Þegar þú getur kyrrað huga þinn og fest þig í mínútunni, þá magnarðu upp velferðina. Það eru einhver svik eða ljótt slúður í kringum þig, en það þarf samt ekki að tengjast þér persónulega. Þetta tengist trúlega ástinni, þeim sem þú elskaðir eða elskar. Trúðu ekki öllu fyrr en þú hefur tékkað á því, svo það er gott að vera með allann sinn heiðarleika að leiðarljósi og ganga inn í óttann.  Ég dró eina setningu fyrir þig úr Acrabadabra stokknumm og skilaboðin eru: Líf þitt er bók og þitt líf verður metsölubók.

Knús og kossar,

Sigga Kling

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál