Hrúturinn: Verðskulduð hamingja

Elsku Hrúturinn minn,

þú ert að fara inn í svo merkilega tíma sem marka bæði endalok og nýja tíma. Svolítið svipað og þegar árið er búið og nýtt ár markar nýtt upphaf. Það er eins og þú skoðir afskaplega vel síðasta ár eða jafnvel fleiri og ákveðir með þér hverju þú vilt sleppa og hverju þú vilt bæta við. Þetta tímabil er að sýna og gefa þér þá hamingju sem þú verðskuldar. Í þessu felst mikið frelsi til þess að gera það sem þú vilt, en þér getur líka fundist að eitthvað hafi sært egóið þitt. En það skiptir bara engu máli, því það sem skiptir máli er það sem þú ert að fara út í núna.

Smátt og smátt, eða hratt og örugglega, þú ræður, þá byggirðu þér betra lífsform. Mars er ríkjandi plánetan er þín og er oft kölluð stríðsplánetan. Þetta þýðir það að þú þarft að vera skrefi á undan með þá áætlun um það sem þér finnst þú þurfa að gera og að skipuleggja þig vel. Vertu svolítið viðbúinn því að þér sé hrint inn í nýja atburðarás ef þú ert ekki búinn að taka nýja ákvörðun um að breyta. Ekki hefna þín þó að þú getir það, það mun margborga sig.

Þú ert fyrir löngu búinn að finna margt af þessu á þér en hefur ekki endilega horfst í augu við það. Þeir sem þú virkilega elskar eru sannir þér. Ekki efast um ástina, því ástin efast ekki um þig. Í þessu öllu saman leynast peningar og ef þú skoðar vel hvað þú ætlar að gera, þá gætu leynst meiri peningar en þú bjóst við.

Allir þeir sem eru í skapandi eða áberandi starfsemi eiga svo sannarlega eftir að finna sig. Styrkur og kraftur þeirra mun aukast með hverju skrefi. Það er nýtt tungl þann fyrsta apríl og þá skaltu skrifa niður og plana hvað í raun og veru þú vilt fá út úr þessum tíma. Svo á fullu tungli sem er í merki Vogarinnar þann 16. apríl þarftu að taka margar ákvarðanir. Þar sem þetta tungl er í þessu fallega merki þá gætirðu verið óviss því það koma svo margir margir möguleikar til greina. Veldu þá sem er þér í hag, þannig mun ástin, öryggið, og friðurinn vaxa hjá þér.

Knús og kossar,

Sigga Kling.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál