Meyjan: Lífið er skotið í þér

Elsku Meyjan mín,

það hefur verið margt að gerast í kringum þig og þú svo sannarlega elskar birtuna, því hún gefur þér kraft. Þú þrífst alls ekki í því að ekkert sé að gera, svo þú ert eina stjörnumerkið sem þarft svolítið að plana hvað þú þú ætlar að stökkva á og hverju þú ætlar að breyta. Ekki láta eða leyfa neinu að þyrma yfir þig, byrjaðu bara þá breytist allt.

Það er mikið af samningum í kringum þig, þú þarft að semja við jafnvel fleiri en einn. Og þó þú verðir ekki 100% ánægð með það sem er að ganga í garð hjá þér, verður það samt nálægt því. Þú lendir undir slúðurmaskínunni í smá tíma. Vertu bara ánægð með það því það er merki öfundar. Eftir þetta halda þér engin bönd, en þú hugsar allt einhvern veginn upp á nýtt og setur það líklega í Excel og þá ertu sannarlega til í allt.

Það kemur þér á óvart hvað lífið er skotið í þér og óvenjulegasta fólk reynir að komast inn í vináttuhringinn þinn. Það er ekki í þínu eðli að treysta öllum, en þú munt gefa mörgum séns. Ástarsambönd byrja á óvanalegustu tímum núna og mörg þeirra gætu verið leynileg. Þeir sem eru sjálfstæðir í sínu, vinnu eða skóla mun vegna sérstaklega vel. Að auki lítur út fyrir að þeir sem enn eru í skóla bjóðist vinna eða verkefni sem erfitt er að hafna, því núna er tíminn.

Ef þið eruð að sækja eitthvað erlendis frá, þá er gott fyrir ykkur að finna fleiri en eina leið að því. Þetta á jafnvel við ef þið eruð að fara eitthvað erlendis að skoða fleiri en einn möguleika. Það virðist nefnilega leynast einhversstaðar þar sem þið ekki sjáið, ótrúlegir möguleikar sem snerta við tilveruna ykkar. Þetta er líkt og páskaeggjaleitin, en þetta er leitin að nýjum möguleikum. Ég heyri tónlistina óma í kringum ykkur vegna þess að þið ætlið að grípa gleðina sama hvað hún kostar og hún verður algjörlega þín.

Knús og kossar,

Sigga Kling.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál