Vatnsberinn: Réttur tími fyrir breytingar

Elsku Vatnsberinn minn,

ef þú hefur þá tilfinningu núna eða samviskubit yfir því að þú sért ekki að gera rétt, þá er það staðreynd og er rétt. Stundum þarftu bara að segja: Já, nú er nóg komið, ég á að gera hlutina öðruvísi,“ og þá mun stoltið umlykja þig og þú ljóma eins og þú værir sjálf Sólin. 

Flestir sem eru svo blessaðir að búa í Vatnsberamerkinu eru einlægir og elska fólk. Þeir gera allt svo fallegt í kringum sig hvar sem þeir eru og þú getur alltaf stólað á að þú sért velkominn þar.  

Núna á þessum sérstöku tímum sem við lifum eru möguleikarnir meiri. Það blundar í þér persóna sem langar að breyta heiminum. Svo byrjaðu á því að breyta því sem þig langar til að gera, þá stækkar sálin þín og vellíðan. Í þessu mun það gerast að fólk fer að skoða þig betur, vegna þess að því finnst þú hafir eitthvað sem það sjálft vantar. Þarna er það eina sem þú þarft að gera greinarmun á, er hvort að persónurnar hafi þá góðmennsku til að bera að vera með þér í þessari lífsdeild. Eða hvort persónan hafi að bera undirferli og stjórnsemi í sér, jafnvel að vera eins og „narcissistar“ eru. Ef það er, þá skaltu annað hvort pakka niður í tösku fyrir persónuna eða láta hana pakka í tösku og koma þeim svo út úr húsi og hjarta. Því að frjósemi huga þíns og anda byggist upp af vef af dásamlegu og heilu fólki sem elskar návist þína. 

Núna er hin blessaða öld Vatnsberans og í þeirri tíðni og orku skaltu fara aðeins tilbaka og leyfa hippanum að blómstra í þér. Ræktaðu kartöflur til dæmis, farðu á hestbak eða syntu í náttúrulaugum. Þ þetta mun margfalda orkusvið þitt og tíðnina og þá er næsta ómögulegt annað en þú fáir það sem þú vilt.  

Knús og kossar,

Sigga Kling.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál