Fiskurinn: Þú átt helling inni í karmabankanum

Elsku Fiskurinn minn,

þú ert að fara inn í tímabil þar sem er fullur eldmóður. Hugsanir þínar eru á stjarnfræðilegum hraða og þú framkvæmir næstum því án þess að hugsa. Þetta gefur þér svo mikla von og ótrúlegustu hlutir byrja að hreyfast. Bara með þessari stórkostlegu hugsun sem vonin ber með sér.

Þér á eftir að finnast gaman að hreyfa þig, fara út úr öllum þægindarömmum sem til eru og leyfa þér að geisla eins og sólin. Það er frjósemi og sköpunargleði í krafti þínum og þú verður ekkert vonsvikinn þótt þú tapir einhverjum orrustum, því þú munt vinna stríðið. Ef við líkjum þessari orku við eitthvað, þá er það eins og þú sért að tefla skák.

Það er svo mikilvægt fyrir þig að læra að kúpla þig út úr amstri lífsins og að núllstilla þig. Ef þú veist ekki hvernig þú ferð að því, þá kynnirðu þér það bara á Google. Það er ekki skylda þín að þóknast öllum og að þurfa að vera alls staðar. Því að orkan þín verður skarpari og orð þín beittari þegar þú útilokar allt áreiti. Ef þú hefur orðið fyrir svikum skaltu vera alveg rólegur, því að fröken Karma er komin til að leysa svo mörg vandamál og þú átt það svo sannarlega inni.

Þú hefur gert svo mörgum greiða í lífi þínu. Þó að þú hvorki finnir eða sjáir það, þá vill fólk þér svo vel og þú þarft ekki að kvíða einu né neinu. Í þessari streitu sem hefur sogast nálægt þér undanfarið ár, gæti líkaminn brugðist þér að einhverju leyti. En þetta er alls ekki eins alvarlegt og þú heldur og þú finnur leið til þess að hreinsa hindranir líkamans.

Ástin býður þig velkominn, en það eina sem þú þarft að gera í stöðunni er að treysta að allt fari vel og að láta það ekki bitna á félaga þínum, þótt að þú hafir upplifað að ástin sé ekki endilega alltaf hrein. Þeir sem hafa fundið ástina ættu að vera alveg „safe“ samkvæmt himintunglunum.

Knús og kossar,

Sigga Kling.

mbl.is