Nautið: Það þarf að þora til að skora

Elsku Nautið mitt,

það hafa verið alls konar hugsanir að brjótast um í heilabúinu þínu. Þú sveiflast í tilverunni svo að á einu augnablikinu ertu angistarfarfull og á því næsta í að treysta á að veröldin sé að vinna með þér. Halldór Kiljan Laxness, sem er í þessu blessaða merki, sagði að hann hefði aldrei spáð neitt í framtíðina. Hann hafi ekki eytt augnabliki í fortíðina, þó svo að hann hafi verið hataðasti rithöfundur Íslandssögunnar, að hans eigin sögn. Einnig sagði hann að líf sitt hefði verið áreynslulaust, hann hefði bara gripið tækifærin þegar þau birtust.

Þetta eru svolítið skilaboðin til þín þennan mánuðinn, að anda bara inn í mínútuna og að leyfa tímanum að leysa vandamálin þín. Því að þetta er tímabil sem styrkir þig í því að trúa og treysta á sjálfa þig. Jafnvægi þitt verður frábært þegar líða tekur á maímánuð og sérstaklega skaltu skoða að allt smellur svo skemmtilega hjá þér í kringum þann 16. maí.

Þú skalt halda upp á og fagna afmælinu þínu og láta þá stund skipta þig máli. Því að á þessu tímabili eru eins og áramót hjá þér. Þá lýkur vissum kafla sem hefur að mörgu leyti ekki verið eins og þú vildir. Svo að nýtt flæði streymir til þín. Þú öðlast aukið hugrekki og framkvæmdaorku og mottóið verður: Það þarf að þora til að skora.

Þú munt meira segja plana frí sem verður einhvern veginn allt öðruvísi en þú hefur áður ákveðið. Það er mikil ástartilfinning í kringum þig, en þú þarft að spyrja sjálfa þig; er ég tilbúin til þess að hleypa ástinni inn? Fyrsta hugsunin er sú rétta en ef það kemur einlægt já, þá verður eitthvað að frétta.

Knús og kossar,

Sigga Kling.

mbl.is

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

félags- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

svarar spurningum um lögfræðileg mál