Krabbinn: Ástin er svo mikilvæg hjá þér

Elsku Krabbinn minn,

það hefur margt verið að gerast sem hefur alls ekki verið auðvelt. En það er allt til þess að  þú herðist upp. Og til þess að þú getir tekið á móti hverju því sem lífið býður þér. Hugur þinn hefur verið að plana ýmislegt og þó þú ætlir ekki að breyta miklu fyrr en haustið kemur. Þá skaltu byrja núna á því að gera eitthvað, þá verður eftirleikurinn auðveldur. Ástin er svo mikilvæg hjá þér, þú hreinlega dýrkar og dáir ástina. Þú ert rómantískur fram í fingurgóma og ef það er ósk í hjarta þínu að hafa einhvern sérstakan að kúra hjá. Þá geturðu heillað þann sem þú vilt, því það stenst þig enginn. Þú ert svo djúpvitur sál, svo eftir því sem að aldurinn færist yfir verður hamingjan stærri.

Láttu þér ekki bregða þótt að allt gangi ekki eins og planað var. Óvæntir atburðir eru í vændum sem trúlega breyta því sem þú ætlaðir þér. Það er eitthvað svo fallegur andi yfir þér og hjartastöðin þín er að blómstra. Þú skalt alveg sleppa því að láta einhverja vitleysinga fara í taugarnar á þér, þú hefur ekki tíma til þess. Vandamál leysast hratt og næmni þín styrkist með hverjum deginum. Það er eins og í þér búi spámaður. Taktu eftir draumunum þínum og táknum sem til þín koma. Sérstaklega gætu tölur verið merkilegar í því sambandi. Þú ferð að fegra allt í kringum þig sem þú getur og með því að gera það finnurðu hlýjuna og fegurðina sem er hjá þér. Þér eru ætlaðir miklir og merkilegir hlutir og þú þarft bara að stíga inn í óttann og að láta rigna upp í nefið á þér, því þú hefur þann sterka anda til að geta það.

Hentu fólki út úr lífinu sem brýtur þig niður, en gerðu það hægt og örugglega. Þú getur gert hlutina aleinn og ósstuddur. Þú átt sanna vini og aðdáendur sem eiga eftir að sigla með þér þetta tímabil.

Knús og kossar,

Sigga Kling

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál