Vogin: Hættu að vera svona pirruð

Elsku Vogin mín,

hættu að vera svona „fokking“ pirruð og láttu það alveg vera að kvarta yfir smáatriðum sem skipta engu máli. Því það dregur þig bara niður og kemur þér í vitleysu. Það hefur verið allt of mikill hraði undanfarið og útkoman ekki alveg eins og þú vildir. En þú ert uppfinningamaður og ef þú leyfir þér það að vera hellisbúi, finna þögnina inni í þér og að hugsa helst ekki neitt, finnurðu friðinn. Þá fyrst koma hugmyndirnar til þín og það sem þú ætlar að finna upp. Eins og skot skaltu finna leið til þess að gefa þessum hugmyndum líf, því að annars hverfur mátturinn til að framkvæma.

Að sjálfsögðu getur maki eða vinur farið í taugarnar á þér, en gerðu það góða ráð að skrifa niður fjögur atriði sem eru heillandi um viðkomandi, hvort sem það er maki, vinnufélagi eða einhver annar. Því þá skiptir kerfið þitt um rás og þér líður svo miklu miklu betur. 

Í kringum miðjan mánuðinn sérðu lífið með björtum augum. Gamli krafturinn þinn endurnýjast og þér finnst þú létt eins og fis.

Alveg sama hvað gerist í kringum þig þá því að þá er hinn töfrandi máttur kominn sem breytir þér í vil. Á þessum krafti einum saman gætirðu flogið til tunglsins og tilbaka. Farðu í allar þá veislur sem þú getur. Þó þú nennir því ekki, taktu þá í hnakkadrambið á þér og hentu þér út.

Þú gætir hafa staðið í stappi í sambandi við yfirvöld, banka eða eitthvað þvíumlíkt. Gefðu þér tíma fram að miðum júní, þá færðu rétt svar. Ég dreg fyrir þig tvö spil og það fyrra segir að þú þurfir að tengjast betur jörðinni, finna þinn sérstaka stað og hugleiða, kyrra hugann. Hitt spilið er ás og gefur þér sigur og frama. Ég elska þig svo mikið að ég dró þriðja spilið sem er nía, það mun gefa þér allar þínar óskir uppfylltar.

Knús og kossar,

Sigga Kling

mbl.is

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

félags- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál