Vogin: Næstu fimm mánuðir munu breyta lífinu

Elsku Vogin mín,

það er sérstök verndarhendi yfir þér. Alveg sama hvaða aðstæður verða, þá bjargast allt á síðustu stundu. Þetta getur að sjálfsögðu valdið þér stressi, en þegar að stress heilsar upp á mann hugsar maður bara hraðar og viðbrögðin verða sneggri. Alveg eins og ef að ísbjörn væri að elta þig þá birtist ofurkraftur í þínum líkama og huga. En þetta gerist yfirleitt bara þegar stressið heimsækir okkur, svo þakkaðu fyrir það elskan mín. Næstu fimm mánuðir hjá þér breyta lífi þínu þannig að þú verður miklu sterkari vegna þess að þú ert að fara í gegnum tímabil sem sýnir þér hversu ógurlega sterk þú ert. Það er samt hætta á því að þú getir verið of fljótfær og þá sérstaklega með orðin þín og þá við þá sem standa þér næst. Svo bíttu bara í tunguna á þér og teldu upp á tíu. Ástæðan fyrir þessu er að það er svo há spenna í huganum þínum, en hún á líka eftir að skapa það að þú framkvæmir miklu meira en þú hefur verið að gera síðustu misserin. Þetta tímabil er skrifað í skýin og sýnir þér að þú ert ofurhetja.

Tilfinningar þínar verða á háu nótunum, svo að þú þarft að leita eins mikils jafnvægis og þú getur og þegar þú ert að gera hluti þar sem þú gleymir alveg tímanum, þá er verið að segja við þig að það er nákvæmlega þetta sem þú átt að þú vera að gera.

Þú átt eftir að taka áhættu og jafnvel mikla áhættu. Það verða ekki allir sammála þér en þú veist nákvæmlega hvað þú ert að gera því þú hefur skoðað vandlega hver útkoman getur orðið. Þessi tími verður hreinlega veisluborð handa þér og þú átt ekki að draga úr hraðanum eða að beisla sjálfa þig á nokkurn hátt.  Þessi hrífandi karakter sem er fullur af lífi og fjöri á eftir að njóta þess alls sem lífið hefur upp á að bjóða.

Knús og kossar,

Sigga Kling

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál