Ágústspá Siggu Kling er komin

Sigga Kling spáir fyrir lesendum mbl.is.
Sigga Kling spáir fyrir lesendum mbl.is.

Sigga Kling spáir fyrir lesendum mbl.is. Ágústmánuður verður fullum af fjöri og óvæntum uppákomum ef marka má þessa spá. 

Elsku Hrúturinn minn,

þér hefur fundist að allavegnaa fólk sé eitthvað að pota í þig. Að það sé að fá þig til að breyta um skoðun, fá þig í samstarf, slíta samstarfi og allskyns hugsanir flæða um kollinn á þér. Vertu bara eins kurteis og þú getur við alla og taktu þér þinn tíma til að taka ákvarðanir. Því að þetta er þitt líf og þú einn berð ábyrgð á því.

Alveg sama hversu mikið af peningum þú ættir, þá hefurðu alltaf áhyggjur af því hvort að allt muni reddast eða ekki. Þar sem eðli þitt er þannig uppbyggt og þú ert svo svakalega klár á miklu fleiri sviðum en þú heldur, þá er það eina sem þú þarft að spá í eða að fríska upp orkuna þína. Því að ein orka fæðir af sér aðra orku. Svo þú getur tekið miklu fleiri verkefni að þér en þú getur ímyndað þér, því þegar þú ert í flæði, þá ertu æði.

Farðu neðst á forsíðu mbl.is til þess að lesa spána í heild sinni. 

Elsku Nautið mitt,

hjartað í þér er að stækka og þú finnur jafnvel að þú sért að breytast. Að þú sért að fá sterkari karaktereinkenni, eitthvað sem þú hefur óskað þér að bera.

Þú fórst inn í þessa blessuðu tíma í kringum nýja tunglið sem var þann 28. júlí og það verður ansi fátt sem getur tekið þig niður vegna þessa. En ef þú ert í stríði í sambandi við heilsu eða huga, þá þarft þú að finna þér nýjar leiðir til þess að verða heill á ný, því þessi gamla er ekki að duga. Farðu eftir tilfinningunum þínum, því þær tala við þig. Skiptu um lækni ef þér finnst ekkert hafa áunnist. Það er uppskerutími og það er af nógu að taka.

Farðu neðst á forsíðu mbl.is til þess að lesa spána í heild sinni. 

Elsku dásamlegi Tvíburinn minn,

það er bara tvennt í stöðunni hjá þér. Annaðhvort er allt að rokka í kringum þig, eða bara alls ekki. Það getur verið dagamunur á hvernig þú sérð krossgátuna sem lífið er. Það er svo mikilvægt og lífið er að gefa þér möguleika til þess að hafa svo mikið jafnvægi, en til þess þarftu að spila á góða skapið þitt.

Alveg sama hvað fýkur í þig, hugsaðu þá; ég er með góða skapið í vasanum og ég ætla að taka það upp. Bara með þessum einföldu skilaboðum leikurðu bæði á sjálfa þig og þá sem eru kannski ekki eins ánægðir yfir því hversu vel þér gengur.

Farðu neðst á forsíðu mbl.is til þess að lesa spána í heild sinni. 

Elsku Krabbinn minn,

það er aldeilis búið að vera líf í tuskunum og mikill hraði á huganum. Þetta er svo miklu fallegra tímabil en þú heldur og þú veist lausnina til þess að láta lífið þitt ganga upp.

Treystu ekki öllum eða næsta manni fyrir leyndarmálum þínu eða einhverju sem þér hefur verið treyst fyrir. Því eins máltækið segir, þjóð veit það sem þrír vita. Láttu heldur ekki alla vita um áform þín, því núna ertu að spekúlera í svo mörgu sem þú ætlar að gera þegar haustar.  Það sem þú ert að spá í það geturðu, en þú verður að fara í gegnum fjöll og hindranir. Þessvegna verður sigur þinn enn sætari. Þetta gæti líka tengst réttlæti gagnvart einhverjum sem hefur gengið á hlut þinn en allavega þá getur þú verið sáttur og sæll.

Farðu neðst á forsíðu mbl.is til þess að lesa spána í heild sinni. 

Elsku Ljónið mitt,

fyrir um það bil tveimur vikum á nýju tungli opnaðist nýr orkuheimur fyrir þér. Það er eins og þú sért kominn í sælgætisverksmiðju og getir valið þér úr allavega vöruflokkum. Þú munt líka sjá betur að þó þú fengir að skipta og að vera einhver annar, sama hver, þá sérðu og finnur að þú vilt bara vera þú. Í þessari orku sem verður áframhald á, átt þú eftir að geta hjálpað bæði sjálfum þér og öðrum með hlýju virðingu og vináttu. Þú hefur gengið í gegnum svo margt sem hefur stungið í þér hjartað og brotið í þér beinin, en samt muntu sjá núna að það var bara til þess að gera þig sterkari.

Farðu neðst á forsíðu mbl.is til þess að lesa spána í heild sinni. 

Elsku Meyjan mín,

mikið máttu vera fegin að haustið sé að koma. Því það er svo fjölbreytt orka á ferðinni sem þú munt umfaðma og svo margt sem þú munt finna að þú elskar. Tilfinningarnar þínar verða á suðupunkti og orðheppni þín nær hærri hæðum. Þessi sannfærandi orka mun efla þinn status margfalt. Því að bara með orðunum einum gætirðu vakið einhvern upp frá dauðum, en þar sem við trúum ekki á dauðann verður það óþarfi. Taktu áhættu og séns á ástinni, ef það særir engann. Og þó að jafnvel einhverjir í fjölskyldunni séu ekki hlynntir ráðahagnum þá eiga þeir sitt eigið líf, ekki þitt.

Farðu neðst á forsíðu mbl.is til þess að lesa spána í heild sinni. 

Elsku Vogin mín,

það er annaðhvort allt eða ekkert að frétta, logn eða stormur því sterki karakterinn þinn leyfir ekki annað. Þú ert að díla við svo margt sem er alveg beintengt þér, annaðhvort í tengslum við vinnu, fjölskyldu eða vini. Einnig ertu að leita að svörum, því óréttlæti fléttast hér inn í orkuna þína.

Þú átt erfitt með að taka ákvörðun eða ákvarðanir því þér finnst þú verðir að vera viss. Þú segir alltaf að það sé allt gott að frétta og það er allavega góð mantra. Líka það að trúa því að lífið leysir þetta fyrir þig, svo slakaðu bara á meðan lífið gerir það.

Farðu neðst á forsíðu mbl.is til þess að lesa spána í heild sinni. 

Elsku Sporðdrekinn minn,

það er hægt að segja þú notir tímann oft til að ofhugsa málin. Ég var reyndar að lesa að það væri einkennni snillinga. En þú verður að hafa jafnvægi á milli hugsana og hvíldar, því ef þú sefur ekki þína 8 tíma þá er eintómur pirringur út í allt og alla. Þessi tími sem þú ert að stíga inn í núna, skorar á þig að hafa jafnvægi í lífinu og að hafa rútínu. Það er hægt að segja að þú sért að lenda eftir viðburðaríkt sumar. 

Þú ert að læra svo mikið, hvernig þú átt að efla þig eða geta þetta eða hitt. En þegar þú finnur að það gerist ekki strax og helst í gær, þá vaknar óþolimóði Sporðdrekinn og lemur sjálfan sig niður. Þú skalt vera alveg rólegur því þá leiðréttir lífið sig sjálft.

Farðu neðst á forsíðu mbl.is til þess að lesa spána í heild sinni. 

Elsku Bogmaðurinn minn,

þó að það hafi skiptst á með skini og skúrum hjá þér, þá er nákvæmlega allt eins og það á að vera. Þetta er bara Yin&Yang og það helst í hendur. Tímasettu það sem þú ætlar að framkvæma því þá stimplast það inn í hugann á þér. Þú getur átt það til að gleyma og að fresta, en ef þú tímasetur, þá er enginn möguleiki til þess.

Þér verður leiðbeint og þú verður verndaður þegar þú ert að velja leiðina sem þú vilt fara í lífinu. Það er líka sterkt hjá þér að þú ert svo vel tengdur við orkuna í kringum þig og þarft á breytingum að halda, því eins og þú veist allra best sjálfur, þá ertu ekki tré.

Farðu neðst á forsíðu mbl.is til þess að lesa spána í heild sinni. 

Elsku Steingeitin mín,

þetta er öflugt ferðalag sem þú ert að fara í. Þú þarft að taka ákvarðanir sem þú jafnvel getur ekki staðið við. Það fer afskaplega í taugarnar á þér, því þú vilt vera 100% í því sem þú tekur þér fyrir hendur. Þú getur sérstaklega fundið fyrir að þú verðir ofsalega þreytt. En það er bara Alheimurinn og Veröldin að hjálpa þér til þess að stoppa þetta varabatterí sem þú ert að nota. Því að stundum ferðu áfram þó að ekkert batterí sé. Þegar þetta gerist þá brotnar orkan þín, sem er að segja þér að það sé komið alveg nóg af þessu kapphlaupi við suma hluti sem þú getur ekki alveg stjórnað.

Leyfðu þér bara að hvíla þig, því þá róast andlega orkan þín og þú sérð fleiri möguleika til að einfalda lífið. Að finna leiðir sem eru styttri og að vita það að það er fullt af fólki sem vill vera í þínum hóp og þér til stuðnings.

Farðu neðst á forsíðu mbl.is til þess að lesa spána í heild sinni. 

Elsku Vatnsberinn minn,

þetta er svo magnað tímabil og meiriháttar möguleikar sem blikka allt í kringum þig eins og umferðaljós. Það er fullt tungl í þínu frábæra merki þann 12 ágúst og 12 er líka ótrúleg tala. Til dæmis 12 lærisveinar og svo 12 tímar sem fylla daginn, og ég gæti endalaust haldið svona áfram og fyllt inn í þær eyður. Einnig er talan 8 sem táknar ágústmánuð og er líka tala Vatnsberans fyrir þetta ár.  Þessi tala gefur þér ótrúlegan hraða og þú þarft að vera svo vel vakandi. Því annars ferðu yfir á rauðu ljósi og þá geturðu fengið stóru sektina eða dóm.

Farðu neðst á forsíðu mbl.is til þess að lesa spána í heild sinni. 

Elsku Fiskurinn minn,

það er allavega litríki í þeim tíma sem þú ert að synda inn í. Það er ofsalega mikil tilfinningasveifla í fallega hjartanu þínu. Þú veist oftast ekki hvort þú sért ofsakátur eða ofsakvíðinn. En þetta verða allt hamingjudagar hjá þér, en í raun bara aðeins minni hamingja suma daga en aðra.

Þú ákveður að framkvæma og segja já við einhverju sem getur breytt svo miklu í lífi þínu. En um leið og þú ert búínn að því þá hugsarðu að þú hafir gert rangt. Hugsanirnar eru að blekkja þig hjartagull, þú þarft bara að ákveða og sleppa. Ákveða svo annað og sleppa því líka, því annars frýstu eins og internetið. Hugsun um peninga og hvernig þú getir reddað og bjargað öllu og öllum brjótast inn í tíðnina þína oftar en þú kærir þig um. En eins og alltaf þá bjargast allt í sambandi við veraldlegan metnað.

Farðu neðst á forsíðu mbl.is til þess að lesa spána í heild sinni. 

mbl.is