Steingeitin: Núna þarftu að leika þér meira

Elsku Steingeitin mín,

þetta er öflugt ferðalag sem þú ert að fara í. Þú þarft að taka ákvarðanir sem þú jafnvel getur ekki staðið við. Það fer afskaplega í taugarnar á þér, því þú vilt vera 100% í því sem þú tekur þér fyrir hendur. Þú getur sérstaklega fundið fyrir að þú verðir ofsalega þreytt. En það er bara Alheimurinn og Veröldin að hjálpa þér til þess að stoppa þetta varabatterí sem þú ert að nota. Því að stundum ferðu áfram þó að ekkert batterí sé. Þegar þetta gerist þá brotnar orkan þín, sem er að segja þér að það sé komið alveg nóg af þessu kapphlaupi við suma hluti sem þú getur ekki alveg stjórnað.

Leyfðu þér bara að hvíla þig, því þá róast andlega orkan þín og þú sérð fleiri möguleika til að einfalda lífið. Að finna leiðir sem eru styttri og að vita það að það er fullt af fólki sem vill vera í þínum hóp og þér til stuðnings.

Núna þarftu að leika þér meira, horfa á lífið eins og þú gerðir þegar þú varst ung og fórst áhyggjulaus út að leika. Því að tíminn sem þú átt, og það er reyndar það eina sem við eigum, er að vinna með þér og er að raða í rétt hólf. Það er verið að senda hugskeyti til þín,  já þau heita hugskeyti þegar þú hugsar eitthvað skýrt og þau skeyti lenda á réttum stöðum hjá réttum persónum.

Á meðan þetta er að gerast þá sérðu allt í kringum þig sem lítil kraftaverk. Mörg lítil kraftaverk verða að einu stóru; margt smátt gerir eitt stórt. Þessi skref sem þú ert að taka núna boða þér lækningu andans og líkamans og þó það verði ekki á einum degi, þá gerist það fyrr en þú býst við. Í ástarlífinu eru fleiri tilbúnir að koma út að leika ef þú vilt það.

Knús og kossar,

Sigga Kling

mbl.is
Linda Sigríður Baldvinsdóttir
Linda Sigríður Baldvinsdóttir
Valgeir Magnússon
Valgeir Magnússon
Ásdís Ósk Valsdóttir
Ásdís Ósk Valsdóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Árelía Eydís Guðmundsdóttir
Árelía Eydís Guðmundsdóttir

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

félags- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

svarar spurningum um lögfræðileg mál