Tvíburarnir: Taktu áhættu í sambandi við ástina

Elsku dásamlegi Tvíburinn minn,

það er bara tvennt í stöðunni hjá þér. Annaðhvort er allt að rokka í kringum þig, eða bara alls ekki. Það getur verið dagamunur á hvernig þú sérð krossgátuna sem lífið er. Það er svo mikilvægt og lífið er að gefa þér möguleika til þss að hafa svo mikið jafnvægi, en til þess þarftu að spila á góða skapið þitt.

Alveg sama hvað fýkur í þig, hugsaðu þá; ég er með góða skapið í vasanum og ég ætla að taka það upp. Bara með þessum einföldu skilaboðum leikurðu bæði á sjálfa þig og þá sem eru kannski ekki eins ánægðir yfir því hversu vel þér gengur.

Það er hægt að segja að þér fylgi gleði og orkuregnbogi og þú skalt skoða að þegar þig vantar það þá er regnbogi yfir þér. Svo óskaðu þér og trúðu og treystu á að allt komi í réttri röð, þó kannski ekki nákvæmlega eins og óskin er orðuð, því lífsorkan veit betur.

Það er alveg bannað á þessu yndislega sumri, sem þú elskar svo, að festa rótum inni hjá sér og tengjast ekki fólki eins mikið og þú ættir að gera. Ekki taka lífið svona alvarlega, þá verður tilvera þín miklu léttari. Þegar þú hugsar til manneskju sem á við mikla erfiðleika að stríða eða til einhvers ástands sem er í heiminum sem fær þig til að líða illa, þá missirðu listamanns og lífsorkuna þína. Svo vandaðu hugsanir þínar því hugsanir þínar verða að lífinu þínu.

Þú skalt ganga skrautlega til fara og nota sterka liti eins og appelsínugulan eða gulan og svo framvegir og vera stoltur af því hversu mikil áhrif þú hefur á aðra til þess að hressa þá við.

Taktu áhættu í sambandi við ástina, hún er þess virði. Taktu líka áhættu í sambandi við kærleikann, hann er þess virði. Þú ert kominn til að sjá og sigra, svo njóttu lífsins.

Knús og kossar,

Sigga Kling

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál