Vatnsberinn: Þú þarft að vera eins sýnilegur og þú getur

Elsku Vatnsberinn minn,

þetta er svo magnað tímabil og meiriháttar möguleikar sem blikka allt í kringum þig eins og umferðaljós. Það er fullt tungl í þínu frábæra merki þann 12. ágúst og 12 er líka ótrúleg tala. Til dæmis 12 lærisveinar og svo 12 tímar sem fylla daginn, og ég gæti endalaust haldið svona áfram og fyllt inn í þær eyður. Einnig er talan 8 sem táknar ágúst mánuð og er líka tala Vatnsberans fyrir þetta ár.  Þessi tala gefur þér ótrúlegan hraða og þú þarft að vera svo vel vakandi. Því annars ferðu yfir á rauðu ljósi og þá geturðu fengið stóru sektina eða dóm.

Þú þarft að vera eins sýnilegur og þú mögulega getur, taka þátt í öllum þeim mannamótum sem þú sérð að geta hjálpað þér að áorka því sem fer á ljóshraða í gegnum hugann þinn. Á þessu tímabili skapar þú líka frið og sátt á meðal fólks og þú gefur bæði auðmýkt og kærleika. En þú átt ekki að fara eftir þeim ráðum sem berast frá misgóðu fólki, heldur vita það að þú gerir hið rétta. Og sjáðu hvað er margt öflugt að gerast! Þú þarft að taka vel eftir að allsstaðar í kringum þig liggja lítil skilaboð.

Ef það er órói í þínum beinum og þér þú finnst þú eigir að fara í ferðalög út í heim og geim. Þá er besta ráðið fyrir þig að anda djúpt inn, telja í huganum eins hátt og þú kemst og anda svo út. Því það er nefnilega þannig að orkan, krafturinn og sú leit sem þú ert í að sjálfum þér finnst akkúrat hér þar sem þú ert núna.

Ef þú ert ekki viss hvar hjarta þitt tikkar í ástinni, þá eru skilaboðin sú að þú skalt halda þeim þétt að þér sem elska þig, því þá blómstrar ástin sem aldrei fyrr. Eftir því sem þú gefur meira fyllist hjarta þitt ástríðuloga.

Knús og kossar,

Sigga Kling

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Linda Sigríður Baldvinsdóttir
Linda Sigríður Baldvinsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda